Deildarstjóri í heimaţjónustu og dagdvöl

  • Fréttir
  • 24. júní 2022

Miðgarður auglýsir stöðu deildarstjóra heimaþjónustu og dagdvalar lausa til umsóknar. Um 100%  starf er að ræða og unnið er á dagvinnutíma. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

Umsjón með heimaþjónustu og dagdvöl aldraðra
Mat á þjónustuþörf notenda þjónustunnar
Gerð einstaklingsáætlana fyrir þjónustunotendur                                                                                                                    

Menntun, hæfni og reynsla:
Félagsliðanám

Reynsla af stjórnun þjónustueiningar í velferð
Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
G
óð samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Jónsdóttir deildarstjóri í 426-8014, netfang: stefania@grindavik.is

Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí næstkomandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.


Deildu ţessari frétt