Sjóarinn síkáti - Dagskráin 12. júní 2022

  • Sjóarinn síkáti
  • 12. júní 2022

Dagskrá Sjóarans síkáta í dag, á sjómannadaginn, einkennist af hátíðarhöldum Sjómannadagsins, til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Hátíðarmessa verður í Grindavíkurkirkju þaðan sem gengið verður í Sjómannagarðinn þar sem krans verður lagður að minnisvarðanum Von. Þaðan liggur leiðin að hátíðarsvæðinu og eftir athöfn þar hefst fjölbreytt barnadagskrá. Leiktæki, andlitsmálning, fiskabúr með nytjafiskum verða við höfnina. Eldri borgarar í Víðihlíð halda daginn hátíðlegan og fá til sín góða gesti.

8:00 FÁNAR DREGNIR AÐ HÚNI
Fánar dregnir að húni og bæjarbúar hvattir til að flagga í tilefni Sjómannadagsins.

11:00-17:00 KVIKAN OPIN
Í Kvikunni er upplýsingamiðstöð Sjóarans síkáta, markaðstorg, vöfflusala á vegum UMFG og sýningin Saltfiskur í sögu þjóðar á efri hæð hússins.

12:30 SJÓMANNADAGSMESSA Í GRINDAVÍKURKIRKJU
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari. Kór Grindavíkurkirkju leiðir söng undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista. Einsöng syngja nemendur í Tónlistarskóla Grindavíkur, þau Bergsveinn Ellertsson, Jón Emil Karlsson og Olivia Ruth Mazowiecka. Ræðumaður verður Sigurður Sverrir Guðmundsson. Ritningarlestra lesa sjómannshjónin Júlíus Magnús Sigurðsson og Hólmfríður Karlsdóttir. Andri Karl Júlíusson Hammer gengur með blómsveig að minnisvarðanum Von. Að lokinni messu fer fram heiðrun sjómanna í kirkjunni.

Að heiðrun lokinni verður gengið að minnisvarðanum Von og lagður blómsveigur til minningar um þá sjómenn sem hafa drukknað.

13:00-17:00 TÍVOLÍ Á HAFNARSVÆÐINU
Frítt í öll leiktæki nema fallturninn í samvinnu við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Grindavíkur.

13:00-17:00 VELTIBÍLLINN
Hinn sívinsæli veltibíll verður fyrir utan Kvikuna.

14:00-17:00 HÁTÍÐAR- OG SKEMMTIDAGSKRÁ Á HÁTÍÐARSVIÐI
Hátíðarhöld í tilefni Sjómannadagsins og skemmtidagskrá á hátíðarsviðinu í Húllinu.

14:00 Hátíðarræða – Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
14:30 Grindavíkurdætur
14:45 Latibær
15:15 Sjómannaþrautir

14:00-17:00 KYNNING Á UMHYGGJUFERÐ SLEIPNIS
Mótorhjólaklúbburinn Sleipnir MC kynnir góðgeðrarferð sína, hringinn í kringum landið, til styrktar Umhyggju á Fish House. Allir velkomnir að skoða hjólin og fá sér kaffi.

19:00 HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR SJÓMANNA- OG VÉLSTJÓRAFÉLAGS GRINDAVÍKUR
Hátíðarkvöldverður á Sjómannastofunni Vör.

20:00 PROG-ROKKTÓNLEIKAR
Grindvískir söngvarar ásamt einval aliði hljóðfæraleikara flytja rokkslagara. Miðaverð kr. 1.500. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík