Sjóarinn síkáti - Dagskráin 11. júní 2022

  • Sjóarinn síkáti
  • 11. júní 2022

Í dag, laugardaginn 11. júni, er boðið uppá fjölbreytta barnadagskrá á Sjóaranum síkáta. Hægt er að fara í skemmtisiglingu, fjöldi leiktækja eru í boði fyrir gesti og andlitsmálun fyrir þá sem vilja. Ball, tónleikar og viðburðir eru á veitingastöðum bæjarins og á hátíðarsviðinu verður fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri.

LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ

11:00-17:00  KVIKAN OPIN
Í Kvikunni er upplýsingamiðstöð Sjóarans síkáta, markaðstorg, vöfflusala á vegum UMFG og sýningin Saltfiskur í sögu þjóðar á efri hæð hússins.

11:30 SKEMMTISIGLING
Sigling fyrir alla fjölskylduna frá Miðgarði. Vinsamlegast mætið tímanlega. Fyrrverandi varðskipið Óðinn siglir inn í Grindavíkurhöfn á undan skemmtisiglingunni.

13:00-16:00 ANDLITSMÁLUN
Andlitsmálun fyrir öll börn í Kvikunni.

13:00-17:00 TÍVOLÍ Á HAFNARSVÆÐINU
Frítt í öll leiktæki nema fallturninn í samvinnu við Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Grindavíkur.

14:00 SJÓPYLSA Í GRINDAVÍKURHÖFN
Sjópylsa á ferðinni í Grindavíkurhöfn fyrir börn og aðra ofurhuga.

14:00 FYRRVERANDI VARÐSKIPIÐ ÓÐINN TIL SÝNIS
Fyrrverandi varðskipið Óðinn verður til sýnis í Grindavíkurhöfn. Gengið verður um skipið í fámennum hópum.

13:30-16:30 SKEMMTIDAGSKRÁ Á HÁTÍÐARSVIÐI
Skemmtidagskrá á hátíðarsviðinu í Húllinu.

13:30 Ronja ræningjadóttir
14:20 Jón Arnór og Baldur
14:40 Latibær
15:00 Danskompaní
15:20 Dregið í hurðaleiknum
15:30 BMX brós

15:00-18:00 SJÓMANNALÖGIN Á BRYGGJUNNI
Vísis-systkinin syngja gömlu góðu sjómannalögin ásamt hljómsveit á veitingahúsinu Bryggjunni. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir.

16:00-18:00 FROÐURENNIBRAUT Í SLEÐABREKKUNNI
Sett verður upp froðurennibraut í brekkunni ofan við slökkvistöðina fyrir unglinga á öllum aldri.

22:00 TRÚBBARNIR HEIÐUR Á FISH HOUSE
Trúbbarnir Heiður spila allt milli himins og jarðar. Frítt inn og fjör fram á nótt.

23:00 HLJÓMSVEITIN SWISS Á SALTHÚSINU
Hljómsveitin Swiss leikur ný og gömul lög, íslensk og erlend. Miðaverð 2.500 kr.

00:00 SJÓMANNABALL Í ÍÞRÓTTAHÚSINU
Loksins alvöru sjómannaball í íþróttahúsinu með Audda og Sveppa, Jóni Jónssyni, ClubDub og BB Brothers. Miðaverð 4.900 kr. Forsala í Palóma.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. janúar 2025

Vinnustofa Sóknaráćtlunar Suđurnesja

Fréttir / 23. desember 2024

Jólakveđja frá bćjarstjórn

Fréttir / 18. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 17. desember 2024

Ćvisaga Edda í Hópsnesi komin út

Fréttir / 8. desember 2024

Samverustundir 8.-13. desember

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík