Blúskvöld Láka á Salthúsinu og DIMMA í Gígnum

  • Sjóarinn síkáti
  • 9. júní 2022

Á veitingahúsum bæjarins verður talið inn í Sjóarann síkáta í kvöld. DIMMA spilar í Gígnum og Láki býður til blúsveislu á Salthúsinu. Þá tekur mfl. karla í knattspyrnu á móti Fjölni í lengjudeildinni á Grindavíkurvelli kl. 19:15.

BLÚSVEISLA LÁKA
Láki í Salthúsinu telur inn í Sjóarann síkáta með því að blása til blúsveislu eins og honum einum er lagið á fimmtudagskvöldinu 9. júní. Þar koma fram :

Ebenezer: Sigurður Sigurðsson (söngur og munnharpa), Ragnar Emilsson (gítar), Einar Rúnarsson (orgel), Jón Kjartan Ingólfsson (bassi) og Oddur Finnbogi Sigurbjörnsson (trommur).

STORÐ: Bjarni Geir Bjarnason (gítar), Sturla Ólafsson (slagverk), Logi Már Einarsson (bassi), Sigga Maya (míkrófónn)

GG blús: Tvö stykki Guðmundar (gítar, trommur og söngur) 

Hátíðleg loforð um þrusustemningu og góðan upptakt inn í hátíðarhelgina! miðaverð 2500 kr og selt inn við innganginn 

DIMMA Í GÍGNUM
DIMMA verður með tónleika í Gígnum, nýjum glæsilegum sal hjá Fish House Grindavík, fimmtudaginn 9. júní.

DIMMA hefur um árabil verið ein allra vinsælasta rokksveit landsins og hefur gefið út sex hljóðversplötur, fimm tónleikaplötur og átt fjölda laga sem farið hafa hátt á öldum ljósvakans. Þá hefur sveitin einnig hlotið mikið lof fyrir tónleika sína, sem eru kraftmikið sjónarspil og orkan frá þeim lætur engan ósnortinn en DIMMA var m.a tilnefnd til bæði Hlustendaverðlaunanna og Íslensku Tónlistarverðlaunanna í ár.

Nýjasta breiðskífa DIMMU, sem ber heitið Þögn, hefur fengið frábæra dóma og viðtökur en hún fór í fyrsta sæti Tónlistans yfir mest seldu plötur landsins og varð þar með fimmta plata hljómsveitarinnar á ferlinum til að ná toppsætinu.

Gígurinn er nýr glæsilegur salur hjá FishHouse Grindavík sem hentar sérlega vel fyrir tónleika með DIMMU. Á tónleikunum verða leikin lög af Þögn í bland við öll vinsælustu lög sveitarinnar og má því búast við heitri og sveittri rokkstemningu að hætti DIMMU.

Miðasala á tix.is.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. september 2024

Heitavatnslaust suđaustast í Grindavík

Fréttir / 8. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 16. ágúst 2024

6. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie