Fyrrverandi varđskipiđ Óđinn til Grindavíkur

  • Sjóarinn síkáti
  • 9. júní 2022

Fyrrverandi varðskipið Óðinn, eitt allra merkasta skip okkar Íslendinga, mun fylgja skemmtisiglingunni þegar siglt verður inn til Grindavíkur laugardaginn 11. júní. Óðinn var smíðaður í Álaborg í Danmörku 1959 og kom til landsins í byrjun árs 1960. Skipið er 910 tonn að stærð, 63 m á lengd og 10 m á breidd.

Óðinn átti eftir að reynast Landhelgisgæslunni vel í komandi þremur þorskastríðum og fjölmörgum björgunaraðgerðum. Þekktasta og árangursríkasta vopn Óðins í þorskastríðunum voru togvíraklippurnar, sem sjá má á afturdekki skipsins. Alls dró skipið tæplega 200 skip til lands eða í landvar vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Einnig dró hann flutninga- og fiskiskip fjórtán sinnum úr strandi. Þá bjargaði skipið áhöfnum strandaðra skipa þrisvar sinnum og tvisvar bjargaði það áhöfnum sökkvandi skipa.

Nýtt mastur afhent og vígt í Grindavík
Skipið er í dag í eigu Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins og hefur verið varðveitt sem safnskip við Vesturbugt í Reykjavík frá árinu 2008. Undanfarin ár hefur hópur vélstjóra og lofskeytamanna unnið að viðgerðum á skipinu. Eftir að sérstök reglugerð um siglandi safnskip var sett á síðasta ári hefur verið unnið markvisst að úttekt á ástandi skipsins. Jafnframt er unnið að því að skipið verði tekið aftur inn á íslenska skipaskrá og það fái haffæri til siglinga með ströndum að sumri til.

Í Grindavík verður nýtt mastur fyrir siglingaljós formlega afhent Hollvinasamtökum Óðins. Nýja mastrið er gjöf frá Mirai-skipasmíðastöðinni í Kesennuma í Japan. Gjöfin er þakklætisvottur til Íslendinga fyrir liðsinni í kjölfar mannskæðra jarðskjálfta og sjávarflóða sem skullu á ströndum Japans í mars árið 2011.

Kl. 13:00 laugardaginn 11. júní verður athöfn um borð í skipinu í Grindavíkurhöfn þar sem m.a. verða viðstödd forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi, sr. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík auk fulltrúa Mirai-skipasmíðastöðvarinnar. Að lokinni athöfn verður gestum boðið að skoða skipið í litlum hópum, fræðast um það og kynnast lífinu um borð.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík