Málefnasamningur meirihluta Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Rödd unga fólksins var kynntur á bæjarstjórnarfundir í gær, 7. júní 2022.
Í málefnasamningnum kemur m.a. fram að Grindavíkurbær sé í örum vexti með uppbyggingu í Hlíðarhverfinu sem verður nýjasta hverfi Grindavíkinga. Rekstur bæjarfélagsins hefur gengið vel og eiginfjárstaða góð, samkvæmt áætlun munu þau metnaðarfullu verkefni sem eru í vinnslu nota þá fjármuni sem bæjarfélagið á. Það er fyrirséð að þó nokkur fólksfjölgun muni verða samhliða uppbyggingu Hlíðarhverfis og því nauðsynlegt að styðja við uppbyggingu innviða og þjónustustigs í Grindavík í samræmi við íbúafjölda. Þó þarf einnig að tryggja trausta fjármálastjórn og reyna að halda kostnaði á íbúa í lágmarki. Nýr meirihluti Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Raddar unga fólksins mun leiða metnaðarfull verkefni á næstu árum í góðu samstarfi við minnihluta og íbúa Grindavíkurbæjar. Grindavík er gott bæjarfélag, saman munum við hugsa til framtíðar og stefna hátt til að gera góðan bæ enn betri.
Forgangsverkefni
- Afhendingaröryggi rafmagns og hringtengja Grindavíkurbæ.
- Öryggi vatnsbóla og að vatnsvernd verði með besta móti í Grindavík.
- Stjórnvöld varðandi Heilsugæslu og varnargarða.
Jafnframt verði leitast við að innleiða nýjungar í stjórnsýslu sem miða að því að auka skilvirkni og efla þjónustustig.
Lesa má málefnasamninginn í heild sinni hér.