Sjóarinn síkáti er litrík hátíđ!

  • Fréttir
  • 3. júní 2022

Í aðdraganda Sjóarans síkáta hefur skapast sú hefð að íbúar í Grindavík skreyti götur og hús í litum hverfa og klæða sig í samræmi við lit síns hverfis. Grindvíkingar eru hvattir til að skreyta sig og sitt nágrenni í litum síns hverfis. Það er aldrei að vita nema vel skreytt hús eða götur fái viðurkenningu í aðdraganda hátíðarinnar.

Appelsínugula hverfið
Austurvegur, Austurhóp, Efrahóp, Hópsbraut, Miðhóp, Norðurhóp, Stamphólsvegur, Suðurhóp, Vesturhóp, Víðigerði, Víkurhóp og Þórkötlustaðahverfi.

Bláa hverfið
Dalbraut, Garðsvegur, Hellubraut, Kirkjustígur, Laut, Marargata, Mánagata, Mánagerði, Mánasund, Ránargata, Sunnubraut, Túngata, Verbraut, Vesturbraut og Víkurbraut neðan Ásabrautar.

Græna hverfið
Arnarhraun, Ásabraut, Borgarhraun, Fornavör, Heiðarhraun, Hraunbraut, Hvassahraun, Leynisbraut, Leynisbrún, Norðurvör, Skólabraut, Staðarhraun, Staðarvör, Suðurvör og Víkurbraut ofan Ásabrautar.

Rauða hverfið
Árnastígur, Ásvellir, Baðsvellir, Blómsturvellir, Efstahraun, Gerðavellir, Glæsivellir, Hólavellir, Höskuldarvellir, Iðavellir, Litluvellir, Selsvellir, Skipastígur, Sólvellir og Vigdísarvellir.


Deildu ţessari frétt