Laus störf: Gunnskóli Grindavíkur - Stuđningsfulltrúi

  • Fréttir
  • 24. maí 2022

Við Grunnskóla Grindavíkur vantar stuðningsfulltrúa til starfa frá 15. ágúst n.k. Starf stuðningsfulltrúa við skólann er margþætt s.s. stuðningur við nemendur í námi, þrif og starf í Skólaseli. Stöðuhlutfall getur verið frá 40% upp í fullt starf. Mikilvægt er að umsækjendur hafi góða hæfni í samskiptum, séu ábyrgir, stundvísir og hafi áhuga og ánægju af að umgangast börn. 

Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2022.   
Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið. 
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja eða Verkalýðsfélagi Grindavíkur. 
Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið eysteinnk@grindavik.is  
Nánari upplýsingar veitir Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri í síma 4201200 eða 8461374.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir