Á dögunum hélt Arna Björg Rúnarsdóttir íbúi og foreldri í Grindavík erindi á ráðstefnunni "Við erum öll almannavarnir" sem haldin var á vegum Almannavarna. Erindið gaf ráðstefnugestum innsýn í hvernig fjölskyldulífið var þegar jarðskjálftar gerðu íbúum lífið leitt fyrir eldgosið í Geldingardölum og þegar eldgos birtist í bakgarðinum. Það var áhugavert fyrir þau sem voru í salnum og þau sem hlustuðu í beinu streymi að fá þessa innsýn hvernig það er að búa við almannavarnarástand.
HÉR má sjá erindi Örnu.
Arna Björg var einnig í viðtali við Morgunvaktina á Rás 1 í morgun það sem umfjöllunar efnið var "Lífið í jarðhræringum í Grindavík".
Heyra má viðtalið HÉR en viðtalið byrjar á 01:22:00 mín.