73. fundur Almannavarnarnefndar Grindavíkur haldinn Seljabót 10, húsnæði Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, fimmtudaginn 12. maí 2022 og hófst hann kl. 10:00.
Fundinn sátu:
Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Jón Valgeir Guðmundsson, björgunarsveitin Þorbjörn, Þorbjörn, Sigurður Bergmann, lögreglunni á Suðunesjum, Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri, Guðjón Örn Sigtryggson, Rauða Krossinum.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Gestir á fundi:
Björn Oddson, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Bogi Adolfsson, björgunarsveitin Þorbjörn, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Otti Sigmarsson, björgunarsveitin Þorbjörn, Gunnar Schram, lögreglan á Suðurnesjum, Hjálmar Hallgrímsson, lögreglan á Suðurnesjum, Hallgrímur Smári Þorvaldsson, HS orku.
Dagskrá:
1. Jarðskjálftar og landris við Grindavík - 2001074
Björn Oddsson frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sat fundinn undir dagskrárliðnum og kynnti stöðu mála varðandi jarðskjálfta og landris við Grindavík.
2. Innviðir HS orku og HS veitna til Grindavíkur - 2205111
Hallgrímur Smári Þorvaldsson frá HS orku sat fundinn undir dagskrárliðnum.
HS orka hafa kortlagt viðbrögð við náttúruhamförum á Reykjanesi. Sú vinna fór fram með HS Veitum. Þá hefur átt sér stað samtal við Landnet um varnir við loftlínur með fram Reykjanesbraut vegna hraunrennslis. Þá var rædd um varaaflsstöðvar við virkjun HS orku í Svartsengi.
Rædd um að fá HS orku á næsta fund nefndarinnar til að kynna betur stöðuna t.d. varðandi rafmagnsmál, varavatnsból o.s.frv.
3. Varaaflsstöðvar innan Grindavíkur - 2205112
Varaaflstöðvar við byggingar og önnur mannvirki innan sveitarfélagsins til umræðu.
Skipuleggja þarf prófun á varaaflsstöð við íþróttamiðstöð og halda áfram með vinnu við tengingu á varaafli við Víðihlíð.
Rætt um tenginu á varaafli við spennistöð HS veitna við Grindavíkurveg, tengingu við höfnina og varaafli við bensíndælur í sveitarfélaginu. Sækja þarf upplýsingar um þessi verkefni fyrir næsta fund.
4. Rýmingaráætlanir stofnana og fyrirtækja - 2205113
Rýmingaráætlanir stofnana Grindavíkurbæjar og annarra fyrirtækja í sveitarfélaginu til umræðu.
Fara þarf yfir þær áætlanir sem gerðar hafa verið og uppfæra áætlanir eftir þörfum.
5. Gosstöðvarnar við Fagradalsfjall sumarið 2022 - 2205114
Rætt um ferðamannastaðinn Fagradalsfjall og viðbrögð þar sumarið 2022. Skoða þarf hvernig stýra eigi umferð ferðamanna á og við nýja hraunið.
Verkefnið þarf að skoða m.a. með Umhverfisstofnun, Ferðamálastofu, landeigendum, viðbragðsaðilum og bæjaryfirvöldum Grindavíkurbæjar.
6. Búnaður viðbragðsaðila - 2205115
Búnaður viðbragðsaðila til umræðu.
Gera þarf lista yfir þann búnað sem er til t.d. hjá Rauða Krossinum, björgunarsveitinni og slökkviliðinu.
7. Áhættumat og álagsþol sveitarfélaga - 2205117
Greina þarf álagsþol og gera áhættumat fyrir öll sveitarfélög á landinu. Fulltrúar Grindavíkurbæjar hafa setið vinnustofu sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra stóð fyrir.
Rætt um að vinna þetta sameiginlega með sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Erindið verður rætt á fundi bæjarráðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:10.