Ţórkatla gefur reykskynjara í 8. og 9. bekk

  • Fréttir
  • 17. maí 2022

Stjórnarkonur Slysavarnadeildarinnar Þórkötlu, Guðfinna Einarsdóttir, Jenný Lovísa Árnadóttir og Sigrún Stefánsdóttir, mættu í grunnskóla Grindavíkur í morgun og gáfu nemendum 8. og 9. bekkjar reykskynjara. Þórkatla hefur árlega gefið fermingarbörnum reykskynjara, en í fyrra féll gjöfin niður og var bætt úr því í dag. „Við fengum frábærar móttökur hjá nemendum og kennurum og þökkum kærlega fyrir okkur,“ segja stjórnarkonurnar þrjár. Slysavarnadeildin Þórkatla vonar að gjöfin komi að góðum notum og minnir alla á mikilvægi brunavarna á heimilum. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir