Vorfundur Kvenfélagsins föstudaginn 13. maí. Húsið opnar kl. 19:00 og að sjálfsögðu barinn líka! Stuttur fundur kl. 19:30.
Grillvagninn mætir á svæðið og býður upp á heilgrillað lamb, grillaðar kalkúnabringur og gómsætt meðlæti. Borðhald hefst kl. 20:00.
Söngatriði - Leynigestur - Tombóla - Trúbador sér um stuðið.
Munið að bjóða gestum með á fundinn. Miðaverð 6.500 kr. Posi á staðnum.
Skráning á Facebook síðu kvenfélagsins eða með því að hringja í Steinunni (849-4973), Brynju (861-7184) eða Laufey (897-6388).
Skráningu lýkur miðvikudaginn 11. maí.