Opnun kosningaskrifstofu xS í dag

  • Fréttir
  • 9. maí 2022

Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar og óháðra opnar í dag - Vöffluvagninn mætir

 

Samfylkingin og óháðir ætla að opna færanlegu kosningaskrifstofuna sína í dag kl. 16:00. Skrifstofan verður staðsett á planinu við Festi í dag (sem og flesta daga fram að kosningum) og verður opin milli 16:00-20:00.

 

Frambjóðendur verða á staðnum og taka á móti kjósendum og öðrum gestum. Klukkan 17:00 mætir Vöffluvagninn svo á svæðið og verður boðið uppá rjúkandi heitar vöfflur og með því.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!


Deildu ţessari frétt