Fundur 101

 • Skipulagsnefnd
 • 3. maí 2022

101. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 2. maí 2022 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður,
Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður,
Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður,
Björgvin Björgvinsson, aðalmaður,
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.      Spóahlíð 3 - Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu - 2204077
    Hjálmar Vilhjálmsson og Aðalsteinn Snorrason fulltrúar lóðarhafa við Spóahlíð 3 mæta til fundarins undir dagskrárliðnum til að ræða skipulag lóðarinnar og möguleika á breytingu. 

         
2.      Beiðni um umsögn um endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfus 2020-2036 - 2204102
    Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir umsögn um endurskoðað aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfus 2020-2036. 

Skipulagsnefnd bendir á að ekki sé samræmi milli stíga á sveitarfélagamörkum Grindavíkurbæjar og Ölfus. 

Skipulagsnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við skipulagstillöguna og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
         
3.      Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035 ósk um umsögn - 2204103
    Reykjanesbær óskar eftir umsögn um endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins 2020-2035. 

Skipulagsnefnd gerir athugasemd við að ekki er samræmi syðst á sveitarfélagamörkum á gildandi aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 og á skipulagstillögunni frá Reykjanesbæ. 
Skipulagsnefnd bendir jafnframt á að ekki sé samræmi milli stíga á sveitarfélagamörkum Grindavíkurbæjar og Reykjanesbæjar. 

Erindinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
         
4.      Áform um stækkun og endurbætur á Miðgarði 3 - 2201018
    Grenndarkynningu á deiliskipulagsbreytingu við Miðgarð 3 er lokið án athugasemda. Málsmeðferð skipulagstillögu er samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.
         
5.      Umsókn um byggingarleyfi - Félagsaðstaða eldri borgara við Víðihlíð - 2204131
    Sótt er um breytingu á byggingarleyfi fyrir byggingu félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð. Breytingar er vegna breytinga á skipulagi 2 hæðar og útliti byggingar. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
         
6.      Fyrirspurn um lóð við Suðurgarð - 2202058
    Fyrirspurn Sæbýlis um lóð við Suðurgarð til umræðu. 

Skipulagsnefnd veitir sviðsstjóra heimild til að vinna breytingar á skipulagi lóðarinnar í samráði við Sæbýli að fengnu vilyrði bæjarstjórnar. 

Erindinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
         
7.      Rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki II - Tjald ehf. - 2204107
    Tjald ehf. hefur sótt um rekstrarleyfi í flokki II F til sýslumanns. Byggingarfulltrúi vísar málinu til skipulagsnefndar til þess að meta hvort beiðnin samrýmist skipulagi á svæðinu. 

Skipulagsnefnd telur að rekstrarleyfið í flokki II F sé ekki í andstöðu við skipulag svæðisins. 
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 1. desember 2022

Fundur 533

Bćjarráđ / 23. nóvember 2022

Fundur 1629

Skipulagsnefnd / 22. nóvember 2022

Fundur 109

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. nóvember 2022

Fundur 67

Bćjarráđ / 16. nóvember 2022

Fundur 1628

Bćjarráđ / 10. nóvember 2022

Fundur 1627

Skipulagsnefnd / 8. nóvember 2022

Fundur 108

Frístunda- og menningarnefnd / 3. nóvember 2022

Fundur 120

Bćjarráđ / 2. nóvember 2022

Fundur 1626

Frćđslunefnd / 27. október 2022

Fundur 124

Bćjarstjórn / 26. október 2022

Fundur 532

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. október 2022

Fundur 66

Bćjarráđ / 19. október 2022

Fundur 1625

Hafnarstjórn / 13. október 2022

Fundur 485

Bćjarráđ / 12. október 2022

Fundur 1624

Bćjarráđ / 11. október 2022

Fundur 1623

Skipulagsnefnd / 11. október 2022

Fundur 107

Skipulagsnefnd / 6. október 2022

Fundur 106

Frístunda- og menningarnefnd / 5. október 2022

Fundur 119

Bćjarstjórn / 3. október 2022

Fundur 531

Frćđslunefnd / 3. október 2022

Fundur 123

Bćjarráđ / 3. október 2022

Fundur 1622

Afgreiđslunefnd byggingamála / 30. september 2022

Fundur 65

Bćjarráđ / 14. september 2022

Fundur 1621

Hafnarstjórn / 13. september 2022

Fundur 484

Frćđslunefnd / 13. september 2022

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2022

Fundur 118

Bćjarráđ / 7. september 2022

Fundur1620

Skipulagsnefnd / 6. september 2022

Fundur 105

Frćđslunefnd / 5. september 2022

Fundur 121

Nýjustu fréttir

Gefđu aukagjafir um jólin

 • Fréttir
 • 29. nóvember 2022

LÓN í Grindavíkurkirkju

 • Fréttir
 • 29. nóvember 2022

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

 • Fréttir
 • 29. nóvember 2022

Bćjarmálafundur Miđflokksins

 • Fréttir
 • 25. nóvember 2022

Laust starf: Vallarstjóri

 • Fréttir
 • 25. nóvember 2022

Fjörugur föstudagur 2022 - Dagskrá

 • Fréttir
 • 15. nóvember 2022

Deiliskipulag viđ Ţorbjörn - auglýsing

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2022