Fundur 100

 • Skipulagsnefnd
 • 20. apríl 2022

100. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 19. apríl 2022 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Unnar Á Magnússon,varamaður, Björgvin Björgvinsson, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Íris Gunnarsdóttir lögfræðingur skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.      Fyrirspurn um lóð við Suðurgarð - 2202058
Sigurður Pétursson og Kolbeinn Björnsson fulltrúar Sæbýlis mættu á fundinn til að kynna starfsemi sýna við Ægisgötu 1 og áform um stækkun vegna fyrirspurnar um lóð við Suðurgarð. Dagskrárliðurinn er ræddur bæði undir fundi skipulagsnefndar og bæjarráðs ásamt þeim bæjarfulltrúum sem sitja ekki í bæjarráði. 

Skipulagsnefnd líst vel á kynningu Sæbýlis. Verði áformin að veruleika er hafnsækin starfsemi á Suðurgarði í forgangi. 
         
2.      Hverfisskipulag Stíga- og Vallahverfis í Grindavík - 2106112
Vinnslutillaga hverfisskipulags hefur verið kynnt íbúum hverfisins og umsagnaraðilum. Þrjár ábendingar bárust frá íbúum og umsagnir frá þremur aðilum. 

Skipulagsnefnd samþykkir ákveðnar breytingar á skipulagstillögunni eftir kynningu á vinnslutillögunni. Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að auglýsa skipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Erindu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
         
3.      Deiliskipulagsbreyting í Laut - 2106115
Uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Laut lögð fram í samræmi við bókun skipulagsnefndar á fundi þann 21.mars 2022. 

Fallið er frá gerð skipulagslýsingar þar sem allar megin forsendur um skipulagið liggja fyrir í aðalskipulagi sveitarfélagsins um landnotkun á svæðinu, þ.e. íbúabyggð. Deiliskipulag var unnið fyrir svæðið og samþykkt í bæjarstjórn þann 4.júní 2002, tvær breytingar voru gerðar á deiliskipulaginu og var sú fyrri samþykkt í bæjarstjórn þann 10.apríl 2004 og sú síðari þann 9. nóvember 2005. Í samráði við Skipulagsstofnun skal auglýsing á skipulagstillögu þessari, sem nær til lóða og svæða við götuna Laut, vera í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Greinagerð og skipulagsuppdráttur deiliskipulagsbreytingar fyrir Laut lögð fram. 

Núverandi skipulagstillaga gerir ráð fyrir töluvert lægra byggingarmagni á svæðinu en fyrri tillaga gerði ráð fyrir. Einnig er með skipulaginu bætt við bílastæðum fyrir starfsfólk leikskólans Laut og aðra gesti á svæðinu. 

Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan verði send í auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
         
4.      Spóahlíð 3 - Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu - 2204077
Smiðshöggið ehf. óskar eftir að fá að gera deiliskipulagsbreytingu á lóð Spóahlíðar 3. 

Óskað er eftir að gera eftirfarandi breytingar á skilmálum deiliskipulags um lóðina: 
- Breyting á byggingarreit 
- Hús verði 2 hæðir og hámarksbyggingarmagn minnkar. 
- Breytingar á bílastæðum og aðkomu 
- Lóðarstækkun á tveimur stöðum til að geta haft aðkomu að austanverðu 
- Aðkoma að öllum íbúðum verði að austanverðu. 

Skipulagsnefnd hafnar erindinu. 
         
5.      Umsókn um byggingarleyfi - Austurvegur 1 - 2203140
Grindavíkurbær sækir um byggingarleyfi vegna svala í nýjan íþróttasal ofan við stúku á austurvegg og fyrir fjölmiðla á vesturvegg. Erindinu fylgja uppfærðir aðaluppdrættir. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 
         
6.      Mávahlíð 13-15 - Umsókn um byggingarleyfi - 2204072
Byggingarleyfisumsókn frá Bergson ehf. vegna Mávahlíðar 13-15 lögð fram. Byggingaráformin eru ekki í samræmi við deiliskipulag hvað varðar hlutfall byggingar í bundinni línu við götu. Samkvæmt skipulagi á bindandi byggingalina að vera 60% af framhlið hús en er rúm 37%. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og er fallið frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 
         
7.      Stamphólsvegur 4 - Umsókn um byggingarleyfi - 2204053
Sótt er um að breyta neðri hæð atvinnuhúsnæðis þannig að gisting verði á neðri hæð í stað verkstæðis og sýningarrýmis. Rými verður skipt í 2 gistieiningar með svefnherbergi, snyrtingu, alrými og tilheyrandi rými. Útlit húss breytist ekki. Húsnæðið verður áfram atvinnuhúsnæði, þ.e. umsækjandi ætlar að leigja húsið út í skammtímaleigu (minniháttar gistiheimili). 

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhafa við Stamphólsveg 2.
         
8.      Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2204078
Samherji fiskeldi staðsett að Stað við Grindavík sækir um framkvæmdaleyfi til endurnýjunar vatnslagnar, háspennustrengs og ljósleiðararörs upp í Lambagjá. 

Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032 og innan svæðis sem er þegar raskað, það er á milli núverandi lagnar og þjónustuvegar og því áhrif á umhverfið takmörkuð. Þá er Samherji með lóðarleigusamning við landeiganda sem felur í sér heimild til vatnstöku úr Lambagjá. Samherji skal tilkynna landeiganda um framkvæmdina. Skipulagsnefnd heimilar sviðsstjóra í samræmi við 55. gr. bæjarmálasamþykktar, að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum öllum skilyrðum laga og reglna. 
        
9.      Hópsvegur 1 - breyting á deiliskipulagi - 2108077
Umóknaraðili (240 ehf.) fellur frá ósk um breytingu á deiliskipulagi. 
         
10.      Afgreiðslunefnd byggingarmála - 59 - 2204013F 
Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarmála nr. 59 lögð fram.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642

Skipulagsnefnd / 3. maí 2023

Fundur 119

Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023

Fundur 125

Frćđslunefnd / 17. apríl 2023

Fundur 130

Afgreiđslunefnd byggingamála / 19. apríl 2023

Fundur 71

Bćjarstjórn / 25. apríl 2023

Fundur 540

Bćjarráđ / 18. apríl 2023

Fundur 1641

Skipulagsnefnd / 3. apríl 2023

Fundur 118

Frćđslunefnd / 2. mars 2023

Fundur 129

Bćjarráđ / 4. apríl 2023

Fundur 1640

Bćjarstjórn / 29. mars 2023

Fundur 539

Bćjarráđ / 22. mars 2023

Fundur 1639

Skipulagsnefnd / 22. mars 2023

Fundur 117

Bćjarráđ / 22. mars 2023

Fundur 1638

Frístunda- og menningarnefnd / 9. mars 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 8. mars 2023

Fundur 1637

Bćjarstjórn / 1. mars 2023

Fundur 538

Frćđslunefnd / 27. febrúar 2023

Fundur 128

Bćjarráđ / 23. febrúar 2023

Fundur 1636

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2023

Fundur 115

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. febrúar 2023

Fundur 70

Bćjarráđ / 15. febrúar 2023

Fundur 1635

Skipulagsnefnd / 10. febrúar 2023

Fundur 114

Bćjarráđ / 8. febrúar 2023

Fundur 1634

Frístunda- og menningarnefnd / 2. febrúar 2023

Fundur 123

Bćjarstjórn / 1. febrúar 2023

Fundur 537

Nýjustu fréttir

Nýtt líf í Kvikunni

 • Fréttir
 • 30. maí 2023

Laus kennarastađa á miđstigi

 • Fréttir
 • 30. maí 2023

Ţér er bođiđ í mat

 • Fréttir
 • 30. maí 2023

Skráning í götuboltamótiđ hafin

 • Fréttir
 • 26. maí 2023

Byrjađ ađ dreifa nýjum tunnum

 • Fréttir
 • 26. maí 2023