Ćvintýraferđir í Laut

  • Lautarfréttir
  • 7. apríl 2022

Laufey sérkennslustjóri hefur boðið Stjörnuhópsbörnum í Ævintýraferðir núna í vetur. Hún fer með litla hópa og það er tjaldað út í móa, umhverfið rannsakað t.d. með málmleitartæki, stækkunargleri og ímyndunaraflinu. Svo var skriðið inn í tjaldið og gætt sér á heitu kakó, ávöxtum og kexi. Börnin nutu sín og voru mjög spennt og áhugasöm : ) Fleiri myndir má sjá inn á lokuðum Facebookhópum :)


Deildu ţessari frétt