Fundur 526

 • Bćjarstjórn
 • 30. mars 2022

526. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 29. mars 2022 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í upphafi fundar lýsir forseti því yfir að til loka kjörtímabils muni hann starfa sem óháður bæjarfulltrúi en ekki fulltrúi B-lista. Sigurður Óli Þórleifsson

Dagskrá:

1. Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar: Gossvæði og sæstrengur - 2109096
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Skipulagstillaga aðalskipulagsbreytingar vegna gossvæðis og sæstrengs lögð fram í kjölfar auglýsingar og umfjöllunar í skipulagsnefnd. Þá er einnig lögð fram viðbrögð við umsögnum og athugasemdum. Eftirfarandi breytingar voru gerðar á tillögunni við umfjöllun skipulagsnefndar eftir auglýsingartíma vegna athugasemda og umsagna. 
- Útivistastígur inn Meradali verður reiðleið. 
- Útivistastígur frá Bjalla inn að Nátthaga verður göngu- og hjólaleið. 
- Útivistastígar vestan Fagradals- og Borgarfjalls verða göngu- og hjólaleiðir. 
- Útivistastígur upp Einihlíðar er felldur út. 

Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna á fundi nr. 97 þann 7. mars 2022. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 vegna gossvæðis og sæstrengs eins og hún er lögð fram. 
Er skipulagsfulltrúa falið að senda aðalskipulagið til staðfestingar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er skipulagsfulltrúa falið að senda þeim er gerðu athugasemd við aðalskipulagið umsögn bæjarstjórnar um þær. 

2. Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - golfvöllur, stígur og hreinsivirki - 2110076
Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Skipulagstillaga vegna breytingar á aðalskipulagi við golfvöll, stígs vestan Grindavíkurbæjar og hreinsvirkis fráveitu við Eyjabakka lögð fram. Þar sem skipulagstillögunni hefur verið breytt í grundavallaratriðum að loknum auglýsingartíma þá skal tillagan auglýst aftur samkvæmt 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin snýr að stækkun íþróttasvæðis fyrir golfvöll, ÍÞ2, svæðið stækkar um 20 ha, er 52 ha og verður 72 ha eftir breytingu. 

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum nr. 98 þann 21. mars 2022 að aðalskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skipulagstillöguna og að hún verði auglýst á nýjan leik í samræmi við bókun skipulagsnefndar þann 21. mars 2022. 

3. Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Eyjabakka - 2110069
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Tillaga að breyttu deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Eyjabakka lögð fram í kjölfar auglýsingar á tillögunni ásamt tillögu að viðbrögðum við umsögnum. 
Skipulagstillagan hefur hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd samþykkti skipulagstillöguna og tillögu að viðbrögðum við umsögnum á fundi nr. 98 þann 21. mars 2022. 

Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna eins og hún er lögð fram, ásamt tillögu að viðbrögðum við umsögnum. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun 
tillöguna í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er skipulagsfulltrúa falið að senda þeim er gerðu athugasemd við aðalskipulagið umsögn bæjarstjórnar um þær. 

4. Gatnahönnun Hlíðarhverfis - 2. og 3 áfangi - 2203087
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður og bæjarstjóri. 

Óskað er viðauka á fjárhagsáætlun ársins 2022 að upphæð 10.000.000 kr. vegna hönnunar á 2. og 3. áfanga Hlíðarhverfis sem fjármagnaður verður með lækkun á liðnum „félagsaðstaða eldri borgara“. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs. 

5. Umsókn um gististað - Víkurbraut 22 - 2201057
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Grenndarkynningu vegna umsóknar um gististað fyrir Víkurbraut 22 er lokið. Ein athugasemd barst og er sviðsstjóra falið að svara athugasemdinni á fundi skipulagsnefndar þann 21. mars 2022. 

Skipulagsnefnd samþykkti erindið fyrir sitt leyti á fundi nefndarinnar nr. 98 þann 21. mars 2022. Vegna athugasemdar er farið fram á að umsækjandi hafi bílastæðin tilbúin samkvæmt teikningu áður en að útleigu kemur. Þá er umsækjanda bent á að breyta þarf eignaskiptasamningi vegna þessa. 

Bæjarstjórn samþykkir umsóknina samhljóða en með sömu athugasemdum og skipulagsnefnd um gerð bílastæða og breytingar á eignaskiptasamningi. 
 

6. Úthlutun lóðar - Spóahlíð 1 - 2203028
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Úthlutun á lóðinni Spóahlíð 1 fór fram á 97. fundi skipulagsnefndar þann 7. mars sl. 
Tvær umsóknir bárust um lóðina og því fór fram spiladráttur. 
Leiguhúsnæði ehf. dró ás, Smiðshöggið ehf. dró sjöu. 
Lóð úthlutað til Leiguhúsnæðis ehf. 

Úthlutun vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Spóahlíð 1 til Leiguhúsnæðis ehf. 

7. Úthlutun lóðar - Spóahlíð 3 - 2203029
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Úthlutun á lóðinni Spóahlíð 3 fór fram á 97. fundi skipulagsnefndar þann 7. mars sl. 
Tvær umsóknir bárust um lóðina Spóahlíð 3. Þar sem Leiguhúsnæði ehf. hafði áður fengið fjölbýlishúsalóð úthlutaða á fundinum þá er ekki þörf á að draga. 
Lóð úthlutað til Smiðshöggsins ehf. 

Úthlutun var vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Spóahlíð 3 til Smiðshöggsins ehf. 

8. Ufsasund 2 - Umsókn um lóð - 2203045
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Heimreið ehf. sækir um lóðina Ufsasund 2 til byggingar iðnaðarhúss. 
Skipulagsnefnd samþykkti að úthluta lóðinni til umsækjanda á fundi nr. 98 þann 21. mars 2022. 
Úthlutun vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Ufsasund 2 til Heimreiðar ehf. 

9. Ufsasund 4 - Umsókn um lóð - 2203046
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Heimreið ehf. sækir um lóðina Ufsasund 4 til byggingar iðnaðarhúss. 
Skipulagsnefnd samþykkti að úthluta lóðinni til umsækjanda á fundi nr. 98 þann 21. mars 2022. 
Úthlutun vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Ufsasund 4 til Heimreiðar ehf. 

10. Ufsasund 6 - Umsókn um lóð - 2203036
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fasteignafélag Keflavíkur ehf. sækir um lóðina Ufsasund 6 til byggingar iðnaðarhúss. 
Skipulagsnefnd samþykkti að úthluta lóðinni til umsækjanda á fundi nr. 98 þann 21. mars 2022. 
Úthlutun vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Ufsasund 6 til Fasteignafélags Keflavíkur ehf. 

11. Ufsasund 8 - Umsókn um lóð - 2203037
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fasteignafélag Keflavíkur ehf. sækir um lóðina Ufsasund 8 til byggingar iðnaðarhúss. 
Skipulagsnefnd samþykkti að úthluta lóðinni til umsækjanda á fundi nr. 98 þann 21. mars 2022. 
Úthlutun vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Ufsasund 8 til Fasteignafélags 
Keflavíkur ehf. 

12. Beiðni um viðauka - Búnaðarkaup Slökkviliðs Grindavíkur - 2203027
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram beiðni um viðauka á fjárhagsáætlun 2022 vegna kaupa á búnaði fyrir slökkviliðið að fjárhæð 4.179.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

13. Beiðni um viðauka - Innréttingar í heimilisfræðistofu í grunnskólanum við Ásabraut - 2203034
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram beiðni um viðauka á fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð 2.000.000 kr. á verkefnið "Ásabraut 2 - Innréttingar í heimilsfræðistofu". 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 2.000.000 kr. 
Fjármögnun verði með lækkun verkefnis vegna Skólabrautar 8-10 að fjárhæð 1.500.000 kr. og lækkun á handbæru fé að fjárhæð 500.000 kr. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

14. Skólaþjónusta - Beiðni um viðauka - 2203039
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 2.550.000 kr. á lykilinn 04011-4342. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

15. Bæjarmálasamþykkt Grindavíkur - tillaga að breytingu - 2202052
Til máls tóku: Sigurður Óli og bæjarstjóri. 

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar er lögð fram til síðari umræðu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða samþykkt og felur bæjarstjóra að óska eftir staðfestingu ráðherra á samþykktinni.

16. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2201049
Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Hallfríður, bæjarstjóri, Guðmundur, Páll Valur og Hjálmar. 

Fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. febrúar 2022 lögð fram til kynningar.

17. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022 - 2203041
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Guðmundur, Helga Dís, Hallfríður, Birgitta, Páll Valur og bæjarstjóri. 

Fundargerð 776. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 16. febrúar 2022 lögð fram til kynningar.

18. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022 - 2203041
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Hallfríður, Helga Dís, bæjarstjóri, Guðmundur og Páll Valur. 

Fundargerð 777. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 16. mars 2022 lögð fram til kynningar.

19. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2022 - 2203042
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, bæjarstjóri, Páll Valur og Birgitta. 

Fundargerð 532. fundar stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar, dags. 18. janúar 2022 lögð fram til kynningar.

20. Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2022 - 2203042
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerð 533. fundar stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar, dags. 8. febrúar 2022 lögð fram til kynningar.

21. Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2022 - 2203043
Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Hjálmar, Hallfríður, bæjarstjóri, Helga Dís, Páll Valur, Guðmundur og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð 292. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, dags. 9. febrúar 2022 lögð fram til kynningar.

22. Bæjarráð Grindavíkur - 1605 - 2202023F 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta, Hallfríður, Páll Valur, Hjálmar, bæjarstjóri og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

23. Bæjarráð Grindavíkur - 1606 - 2203004F 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Hallfríður, Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri, Páll Valur og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

24. Bæjarráð Grindavíkur - 1607 - 2203009F 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, bæjarstjóri, Páll Valur, Birgitta, Hallfríður og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

25. Skipulagsnefnd - 97 - 2203002F 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Birgitta, Hallfríður, Páll Valur, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

26. Skipulagsnefnd - 98 - 2203016F 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur, Birgitta, Hallfríður og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

27. Fræðslunefnd - 117 - 2202022F 
Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

28. Frístunda- og menningarnefnd - 113 - 2203007F 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, Helga Dís, bæjarstjóri, Birgitta, Guðmundur og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

29. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 58 - 2203015F 
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Birgitta, Hjálmar, Páll Valur og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 24. júní 2022

Fundur 1613

Skipulagsnefnd / 24. júní 2022

Fundur 102

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2022

Fundur 61

Bćjarráđ / 15. júní 2022

Fundur 1612

Bćjarstjórn / 8. júní 2022

Fundur 529

Bćjarráđ / 25. maí 2022

Fundur 1611

Frćđslunefnd / 24. maí 2022

Fundur 119

Skipulagsnefnd / 24. maí 2022

Fundur 99

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. maí 2022

Fundur 60

Almannavarnir / 18. maí 2022

Fundur 74

Almannavarnir / 18. maí 2022

Fundur 73

Bćjarstjórn / 11. maí 2022

Fundur 528

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022

Fundur 115

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022

Fundur 115

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022

Fundur 115

Bćjarráđ / 4. maí 2022

Fundur 1610

Skipulagsnefnd / 3. maí 2022

Fundur 101

Hafnarstjórn / 2. maí 2022

Fundur 482

Bćjarstjórn / 27. apríl 2022

Fundur 527

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022

Fundur 100

Bćjarráđ / 20. apríl 2022

Fundur 1609

Afgreiđslunefnd byggingamála / 19. apríl 2022

Fundur 59

Frćđslunefnd / 11. apríl 2022

Fundur 118

Frćđslunefnd / 11. apríl 2022

Fundur 117

Bćjarráđ / 6. apríl 2022

Fundur 1608

Bćjarráđ / 31. mars 2022

Fundur 1605

Bćjarstjórn / 30. mars 2022

Fundur 526

Bćjarráđ / 23. mars 2022

Fundur 1607

Skipulagsnefnd / 22. mars 2022

Fundur 98

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. mars 2022

Fundur 58

Nýjustu fréttir

Endurbćtur viđ Brimketil

 • Fréttir
 • 27. júní 2022

Blómleg gjöf frá Orkusölunni

 • Fréttir
 • 24. júní 2022

List- og verkgreinakennari óskast

 • Fréttir
 • 24. júní 2022

Sumar-Ţruman 21.-23. júní

 • Fréttir frá Ţrumunni
 • 21. júní 2022

Breytingar á dagskrá 17. júní

 • Fréttir
 • 16. júní 2022

Kvikmyndatökur í Eldvörpum í nótt

 • Fréttir
 • 14. júní 2022