Fundur 98

  • Skipulagsnefnd
  • 22. mars 2022

98. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 21. mars 2022 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður,
Björgvin Björgvinsson, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.


Dagskrá:

1.      Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - golfvöllur, stígur og hreinsivirki - 2110076
    Breytingar á skipulagstillögu (skipulagsuppdrætti og greinagerð), lagðar fram. 

Þar sem tillögunni hefur verið breytt í grundavallaratriðum þá skal tillagan auglýst aftur samkvæmt 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin snýr að stækkun íþróttasvæðis fyrir golfvöll, ÍÞ2, svæðið stækkar um 20 ha, er 52 ha samkvæmt gildandi aðalskipulagi og verður 72 ha eftir breytingu. 

Skipulagsnefnd samþykkir að aðalskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
         
2.      Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Eyjabakka - 2110069
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Eyjabakka lögð fram í kjölfar auglýsingar á tillögunni. Skipulagstillagan hefur hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Tillögur að svörum við umsögnum lagðar fram sem skipulagsnefnd samþykkir. Sviðsstjóra falið að svara umsagnaraðilum. 

Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. 
         
3.      Deiliskipulagsbreyting í Laut - 2106115
    Tillaga að deiliskipulagi á óbyggðu íbúðasvæði í Laut lagt fram. Tillagan gerir ráð fyrir 7 íbúðareininingum á skipulagssvæðinu, þremur í raðhúsi og fjórum í tveimur parhúsum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsmörkin verði stækkuð. 

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
         
4.      Deiliskipulagsbreyting - Svartsengi - 2201096
    Grenndarkynningu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á iðnaðarsvæði og svæði undir verslun og þjónustu í Svartsengi er lokið án athugsemda. Málsmeðferð skipulagstillögu er samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. 
         
5.      Deiliskipulag Húsatóftir eldisstöð (I6) - 2110071
    Umsagnir við tillöga að breyttu deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Húsatóftir eldisstöð, i6, lagðar fram í kjölfar auglýsingar á tillögunni. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Umsagnir eru þess eðlis að þær krefjast viðbragða. Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að senda þær umsagnir sem bárust á framkvæmdaraðila (Matorku) sem vann skipulagsstillöguna. 
         
6.      Umsókn um byggingarleyfi - Staðarhraun 1 - 2201056
    Grenndarkynningu á byggingarleyfisumsókn frá Árna Páli Jónssyni vegna Staðarhrauns 1 er lokið án athugasemda. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 

Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. 

        
7.      Umsókn um byggingarleyfi - Mánagata 19 - 2201059
    Grenndarkynningu á byggingarleyfisumsókn frá Ágústu Halldóru Gísladóttir vegna Mánagötu 19 er lokið án athugasemda. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 

Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. 
         
8.      Umsókn um byggingarleyfi - Leynisbrún 4 - 2202049
    Guðmundur Pálsson vék af fundi við afgreiðslu og umfjöllun málsins. 

Grenndarkynningu á byggingarleyfisumsókn frá Lárusi Guðmundssyni vegna Leynisbrúnar 4 er lokið án athugasemda. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 

Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. 
         
9.      Umsókn um gististað - Víkurbraut 22 - 2201057
    Grenndarkynningu vegna umsóknar um gististað fyrir Víkurbraut 22 er lokið. Ein athugasemd barst og er sviðsstjóra falið að svara athugasemdinni. 

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti en vegna athugasemdar er farið fram á að umsækjandi hafi bílastæðin tilbúin samkvæmt teikningu áður en að útleigu kemur. Þá er umsækjanda bent á að breyta þarf eignaskiptasamning vegna þessa. Erindinu er vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. 
         
10.      Umsókn um stækkun lóðar fyrir Hafnargötu 4. - 2203010
    Grenndarkynningu vegna umsóknar Kára Guðmundssonar um stækkun á lóðinni fyrir Hafnargötu 4 er lokið án athugasemdar. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á að breyta þarf eignaskiptasamningi vegna þessa. 
         
11.      Reglur og samþykktir skipulags- og umhverfissviðs - 2203014
    Rætt um reglur um lóðarúthlutanir og samþykkt um gatnagerðargjöld. 
         
12.      Ufsasund 2 - Umsókn um lóð - 2203045
    Heimreið ehf. sækir um lóðina Ufsasund 2 til byggingar iðnaðarhúss. 

Samþykkt. 
Úthlutun vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
         
13.      Ufsasund 4 - Umsókn um lóð - 2203046
    Heimreið ehf. sækir um lóðina Ufsasund 4 til byggingar iðnaðarhúss. 

Samþykkt. 
Úthlutun vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
         
14.      Ufsasund 6 - Umsókn um lóð - 2203036
    Fasteignafélag Keflavíkur ehf. sækir um lóðina Ufsasund 6 til byggingar iðnaðarhúss. 

Samþykkt. 
Úthlutun vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
         
15.      Ufsasund 8 - Umsókn um lóð - 2203037
    Fasteignafélag Keflavíkur ehf. sækir um lóðina Ufsasund 8 til byggingar iðnaðarhúss. 

Samþykkt. 
Úthlutun vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
         
16.      Afgreiðslunefnd byggingarmála - 58 - 2203015F 
    Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarmála nr. 58 lög fram.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135