Fundur 1606

 • Bćjarráđ
 • 9. mars 2022

1606. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 8. mars 2022 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:
1. Heimgreiðslur til foreldra 12 mánaða gamalla barna sem fá ekki daggæslu fyrir börn sín - 2111069
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Lögð fram drög að reglum um heimgreiðslur vegna barna sem eru á biðlista eftir 
vistun hjá dagforeldri eða leikskólaplássi. 

Málinu er frestað til næsta fundar.

2. Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags - 2203001
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. 

Bæjarráð samþykkir erindið út þetta skólaár.

3. Möguleg móttaka flóttamanna frá Úkraínu - 2203013
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bókun frá fulltrúa B-lista: 
Fulltrúi B lista leggur til að Grindavíkurbær búi sig undir og bjóði fram aðstoð í móttöku flóttamanna fjölskyldna frá Úkraínu. 
Þó að húsnæði sé af skornum skammti í Grindavík, þá getur bærinn sem stendur vel ekki skorast undan við þessar hryllilegu aðstæður sem komnar eru upp. 
Leggur fulltrúi B lista því til að fela sviðstjóra félagsmálasviðs að bjóða aðstoð Grindavíkurbæjar og vera tilbúin að móttaka flóttafólk ef til þess kemur. 

Bæjarráð Grindavíkur samþykkir að leita til Grindvíkinga um laust húsnæði sem getur tekið við flóttafólki frá Úkraínu og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram.

4. Félagsaðstaða eldri borgara - hönnun og undirbúningur - 2102060
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Minnisblað sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs lagt fram ásamt uppfærðri grunnmynd fyrir 2. hæð. 

5. Framkvæmdir við Hópsskóla - 2. áfangi - 2202090
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Lokaskýrsla framkvæmda við Hópsskóla lögð fram.

6. Beiðni um viðauka - Innréttingar í heimilisfræðistofu í grunnskólanum við Ásabraut - 2203034
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Lögð er fram viðaukabeiðni vegna innréttinga i heimilisfræðistofu Grunnskólans við Ásabraut. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 2 milljónir. 
Fjármögnun verði með lækkun verkefnis vegna Skólabrautar 8-10 að fjárhæð 1.500.000 kr. og lækkun á handbæru fé að fjárhæð 500.000 kr.

7. Beiðni um viðauka - Loftræsikerfi leikskólans Laut - 2203035
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Lögð er fram samantekt vegna loftræstikerfis í Leikskólanum Laut. 

Bæjarráð vísar erindinu í vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.

8. Beiðni um viðauka - Öryggismyndavélakerfi í íþróttamiðstöð - 2203033
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Lögð er fram viðaukabeiðni vegna öryggismyndavélakerfis í íþróttamiðstöð Grindavíkurbæjar. 

Bæjarráð frestar málinu og óskar eftir nánari útfærslu á verkefninu.

9. Malbiksframkvæmdir 2022 - 2201083
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Niðurstaða verðkönnunar vegna malbiksframkvæmda fyrir árið 2022 lögð fram.

10. Beiðni um viðauka - Búnarkaup Slökkviliðs Grindavíkur - 2203027
Málinu er frestað til næsta fundar.

11. Beiðni um viðauka vegna ráðningar starfsmanna í Slökkvilið Grindavíkur - 2203030
Málinu er frestað til næsta fundar.

12. Bæjarmálasamþykkt Grindavíkur - tillaga að breytingu - 2202052
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 
Tillaga að breytingum á bæjarmálasamþykkt lögð fram til kynningar. 

13. Valkostagreining Sveitarfélagsins Voga - 2203031
Vogar bjóða til óformlegs samtals til að ræða hvort áhugi sé til staðar af hálfu 
Grindavíkur að skoða hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna tveggja.

14. Tækifærisleyfi - Körfuknattleiksdeild Grindavíkur - 2203020
Lögð fram beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi vegna kvennakvölds í íþróttamiðstöðinni í Grindavík, 11. mars 2022, kl. 19:00-01:30. 

Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.

15. Víkurfréttir - stuðningur - 2203021
Lagt fram erindi frá ritstjóra Víkurfrétta um stuðning við sjónvarpsþáttaframleiðslu. 

Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð 396.800 kr.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 24. júní 2022

Fundur 1613

Skipulagsnefnd / 24. júní 2022

Fundur 102

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. júní 2022

Fundur 61

Bćjarráđ / 15. júní 2022

Fundur 1612

Bćjarstjórn / 8. júní 2022

Fundur 529

Bćjarráđ / 25. maí 2022

Fundur 1611

Frćđslunefnd / 24. maí 2022

Fundur 119

Skipulagsnefnd / 24. maí 2022

Fundur 99

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. maí 2022

Fundur 60

Almannavarnir / 18. maí 2022

Fundur 74

Almannavarnir / 18. maí 2022

Fundur 73

Bćjarstjórn / 11. maí 2022

Fundur 528

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2022

Fundur 115

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022

Fundur 115

Frístunda- og menningarnefnd / 5. maí 2022

Fundur 115

Bćjarráđ / 4. maí 2022

Fundur 1610

Skipulagsnefnd / 3. maí 2022

Fundur 101

Hafnarstjórn / 2. maí 2022

Fundur 482

Bćjarstjórn / 27. apríl 2022

Fundur 527

Skipulagsnefnd / 20. apríl 2022

Fundur 100

Bćjarráđ / 20. apríl 2022

Fundur 1609

Afgreiđslunefnd byggingamála / 19. apríl 2022

Fundur 59

Frćđslunefnd / 11. apríl 2022

Fundur 118

Frćđslunefnd / 11. apríl 2022

Fundur 117

Bćjarráđ / 6. apríl 2022

Fundur 1608

Bćjarráđ / 31. mars 2022

Fundur 1605

Bćjarstjórn / 30. mars 2022

Fundur 526

Bćjarráđ / 23. mars 2022

Fundur 1607

Skipulagsnefnd / 22. mars 2022

Fundur 98

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. mars 2022

Fundur 58

Nýjustu fréttir

Endurbćtur viđ Brimketil

 • Fréttir
 • 27. júní 2022

Blómleg gjöf frá Orkusölunni

 • Fréttir
 • 24. júní 2022

List- og verkgreinakennari óskast

 • Fréttir
 • 24. júní 2022

Sumar-Ţruman 21.-23. júní

 • Fréttir frá Ţrumunni
 • 21. júní 2022

Breytingar á dagskrá 17. júní

 • Fréttir
 • 16. júní 2022

Kvikmyndatökur í Eldvörpum í nótt

 • Fréttir
 • 14. júní 2022