97. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 7. mars 2022 og hófst hann kl. 16:15.
Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað, aðalmaður, Unnar Á Magnússon, varamaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varamaður,
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Dagskrá:
1. Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar: Gossvæði og sæstrengur - 2109096
Fulltrúar landeigandafélags Hrauns og fulltrúi landeigandafélags Ísólfsskála mætti á fundinn undir dagsskrárliðnum sem umsóknaraðili að aðalskipulagsbreytingunni.
Uppfærð skipulagstillaga aðalskipulagsbreytingar í kjölfar athugasemda og umsagna lögð fram ásamt tillögu að svarbréfum.
Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 vegna gossvæðis og sæstrengs tekin fyrir. Athugasemdir og umsagnir voru lagðar fyrir skipulagsnefnd þann 31. janúar 2022, þá samþykkti skipulagsnefnd viðbrögð við athugaemdum og umsögnum þann 14.febrúar 2022. Skipulagsnefnd samþykkti, þann 14. febrúar að gera eftirfarandi breytingar á flokkun stíga á skipulagstillögunni:
-Útivistastígur inn Meradali verður reiðleið.
-Útivistastígur frá Bjalla inn að Nátthaga verður göngu- og hjólaleið.
-Útivistastígar vestan Fagradals- og Borgarfjalls verði göngu- og hjólaleiðir.
Skipulagsnefnd samþykkir að gera viðbótarbreytingu á skipulagstillögunni sem fellst í að útivistastígur upp Einihlíðar verði felldur út af skipulaginu.
Skipulagsnefnd samþykkir skipulagstillöguna með áorðnum breytingum eftir auglýsingu og vísar henni til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu í samræmi við 2.mgr. 32.gr. skipulagslaga.
2. Breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar - golfvöllur, stígur og hreinsivirki - 2110076
Breytingar á skipulagstillögu (skipulagsuppdrætti og greinagerð), lagðar fram.
Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að uppfæra skipulagstillöguna þannig að íþróttasvæðið stækki til vesturs og suðurs.
3. Deiliskipulagsbreyting - Arnarhlíð 8 - 2201082
Grenndarkynning á deiliskipulagsbreytingu við Arnarhlíð 8 er lokið án athugasemda. Grenndarkynning fór fram í samræmi við 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2020.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.
Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi:
Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
4. Breytingar á hæðarkótum við Lóuhlíð 4-16 - 2203007
HE Helgason ehf. óskar eftir breytingum á hæðarkótum botnplötu við lóðirnar Lóuhlíð 4-16 í Hlíðarhverfi.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á hæðarkótum með þeim skilyrðum að steyptur verði veggur á milli mismunandi hæðarkóta.
5. Breytingar á hæðarkótum við Lóuhlíð 18-30 - 2203008
Pétur Ingi Bergvinsson óskar eftir breytingum á hæðarkótum botnplötu við lóðirnar Lóuhlíð 18-30 í Hlíðarhverfi.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á hæðarkótum með þeim skilyrðum að steyptur verði veggur á milli mismunandi hæðarkóta.
6. Umsókn um stækkun lóðar fyrir Hafnargötu 4. - 2203010
Kári Guðmundsson sækir um að fá að stækka lóð vegna Hafnargötu 4. Stækkunin er 49,098 m2 í baklóð. Fyrirliggur samþykki meðeiganda að Hafnargötu 4.
Sviðsstjóra er falið að grenndarkynna áformin fyrir þinglýstum eigendum við Hafnargötu 2 og 6.
7. Fyrirspurn um lóð við Suðurgarð - 2202058
Lögð fram fyrirspurn um afstöðu skipulagsnefndar um að láta af hendi landfyllingu við Suðurgarð fyrir stækkun á núverandi húsnæði við Ægisgötu 1 undir hlýsjávareldi á sæeyrum.
Skipulagsnefnd fellur sviðsstjóra að afla frekari gagna.
8. Grjótnáma í Eldvarpahrauni í i5 - 2203011
Sviðsstjóri óskar eftir heimild til að hefja vinnu við að óska framkvæmdaleyfis fyrir grjótnámu í Eldvarparhrauni. Svæðið er þegar raskað vegna grjótvinnslu m.a. þegar sjóvarnargarðar voru settir við Grindavíkurhöfn. Á aðalskipulagi er svæðið merkt sem E6 og gert er ráð fyrir að vinna 100 þús rúmmetrar grjóts.
Skipulagsnefnd samþykkir að heimila sviðsstjóra að hefja vinnu við framkvæmdaleyfisbeiðni vegna grjótnámu í Eldvarpahrauni (E6).
9. Bæjarmálasamþykkt Grindavíkur - tillaga að breytingu - 2202052
Farið yfir viðauka 1 og 2 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar og gerðar á henni tillögur að breytingum.
Vísað til bæjarráðs.
10. Úthlutun lóðar - Spóahlíð 1 - 2203028
Tvær umsóknir bárust um lóðina Spóahlíð 1 og því fór fram spiladráttur.
Leiguhúsnæði ehf. dró ás, Smiðshöggið ehf. dró sjöu
Lóð úthlutað til Leiguhúsnæði ehf.
Úthlutun er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
11. Úthlutun lóðar - Spóahlíð 3 - 2203029
Tvær umsóknir bárust um lóðina Spóahlíð 3. Þar sem Leiguhúsnæði ehf. hafði áður fengið fjölbýlishúsalóð úthlutaða á fundinum þá er ekki þörf á að draga.
Lóð úthlutað til Smiðshöggsins ehf.
Úthlutun er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.