Fundur 525

  • Bćjarstjórn
  • 23. febrúar 2022

525. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 22. febrúar 2022 og hófst hann kl. 16:00.
 

Fundinn sátu: Sigurður Óli Þórleifsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ásrún Helga Kristinsdóttir, varamaður, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, 1. varaforseti, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður. Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson, varamaður. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar bað 1. varaforseti fundarmenn að rísa á fætur og minnast Ólínu Guðbjargar Ragnarsdóttur fyrrverandi forseta bæjarstjórnar Grindavíkur, en hún lést 1. febrúar sl.

Dagskrá:

1. Deiliskipulagsbreyting - Skipulagsmörk orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi - 2202048
Til máls tók: Hjálmar.

HS orka leggur til óverulega breytingu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á deiliskipulagi á Reykjanesi, sem felst í að skipta skipulagssvæðinu í tvo hluta. Eftir breytingu verða í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir í stað einnar, þ.e. annars vegar fyrir orkuvinnslusvæði innan Grindavíkurbæjar og hins vegar Reykjanesbæjar. Stefna og skilmálar eru þeir sömu og eru í deiliskipulagi orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi í Grindavíkurbæ, dags. október 2021, sem hefur hlotið kynningu skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga. Fallið er frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkti skipulagstillöguna á fundi nr. 96 þann 14. febrúar sl. og vísaði til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skipulagstillöguna.

2. Deiliskipulagsbreyting - Orkuvinnslusvæði á Reykjanesi - 2012024
Til máls tók: Hjálmar .

Tillaga að deiliskipulagi fyrri orkuvinnslusvæðið á Reykjanesi í Grindavík hefur verð kynnt í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Tillaga að svörum við umsögnum lagðar fram sem skipulagsnefnd samþykkir. Sviðsstjóra falið að svara umsagnaraðilum. Skipulagsnefnd samþykkti skipulagstillöguna á fundi nr. 96 þann 14. febrúar sl. og vísaði henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skipulagstillöguna.

3. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarholu - 2201095
Til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur.

Matorka sækir um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarholu vestan við eldisstöðvar í Húsatóftum. Framkvæmdaraðili hefur leitað umsagna frá Orkustofnun og landeiganda (Ríkiseignum). Viðbrögð þeirra liggja fyrir. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi nr. 95 þann 31. janúar sl. að heimila borun á rannsóknarholu á norðaustur hluta þessa svæðis sem óskað er eftir. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að umsækjandi vinni framkvæmdina í samráði við Golfklúbb Grindavíkur. Þá þarf að óska heimildar hjá Vegagerðinni lendi holan innan vegahelgunarsvæðis Nesvegar. Fullnaðarafgreiðslu vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfið með sömu athugasemdum og skipulagsnefnd.

4. Tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs - 2201054
Til máls tók: Hjálmar.

Í samræmi við ákvæði laga um meðhöndlun úrgangs er tillagan send til allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að svæðisáætluninni til formlegrar staðfestingar. Bæjarráð vísar tillögunni til samþykktar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða svæðisáætlunina.

5. Breyting á reglugerð nr. 1212 frá 2005 - Frestun á gildistöku reglug nr. 230-2021 - 2201084
Til máls tók: Hjálmar.

Skv. reglugerð nr. 230/2021 ber sveitarfélögum að færa byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélagsins í samantekin reikningsskil sín m.v. hlutfallslega ábyrgð sveitarfélagsins. Gildir þetta um einstaka liði rekstrar og efnahags óháð stærð eignarhlutarins. Skv. reglugerðinni skyldi þessi breyting taka gildi þegar á árinu 2021 og eiga við ársreikning þess árs og fjárhagsáætlun 2022 og svo áfram. Með hinni nýju reglugerð, nr. 14/2022, er sveitarfélögum heimilt að ákveða að þessi breyting taki gildi 2022. Jafnframt er þeim sveitarfélögum sem hyggjast nýta sér þessa heimild skylt að taka tilliti til þessa í fjárhagsáætlun 2022 með samþykkt viðauka eigi síðar en 1. júní nk. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að nýta heimild til frestunar sbr. reglugerð 14/2022.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

6. Bæjarmálasamþykkt Grindavíkur - tillaga að breytingu - 2202052
Til máls tóku: Hjálmar, Páll Valur og bæjarstjóri.

Lögð fram drög að breytingum á "Samþykkt um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar". Bæjarráð vísar samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

7. Húsnæðisáætlun Grindavíkurbæjar 2022 - 2202070
Til máls tók: Hjálmar. Húsnæðisáætlun Grindavíkurbæjar 2022 lögð fram til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir áætlunina samhljóða.

8. Endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar - 2104081
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún og Páll Valur.

Menningarstefna Grindavíkurbæjar 2022-2024 lögð fram til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir menningarstefnuna samhljóða.

9. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2201049
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, bæjarstjóri og Guðmundur.

Fundargerð 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. febrúar 2022 lögð fram til kynningar.

10. Bæjarráð Grindavíkur - 1602 - 2201020F
Til máls tóku: Hjálmar, Hallfríður, bæjarstjóri, Ásrún, Birgitta, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðmundur og Sævar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11. Bæjarráð Grindavíkur - 1603 - 2202003F
Til máls tóku: Hjálmar, Hallfríður, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12. Bæjarráð Grindavíkur - 1604 - 2202013F
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta, Páll Valur, Ásrún og Hallfríður.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13. Skipulagsnefnd - 95 - 2201019F
Til máls tóku: Hjálmar, Hallfríður, Páll Valur, Guðmundur og Birgitta.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14. Skipulagsnefnd - 96 - 2202008F
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri, Ásrún, Páll Valur og Hallfríður.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15. Fræðslunefnd - 116 - 2112019F
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Birgitta og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16. Frístunda- og menningarnefnd - 112 - 2202002F
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Ásrún, Birgitta, Páll Valur, Hallfríður og Sævar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

17. Hafnarstjórn Grindavíkur - 481 - 2202011F
Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Guðmundur, Páll Valur, Ásrún, Hallfríður og Birgitta.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

18. Umhverfis- og ferðamálanefnd - 57 - 2202016F
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Guðmundur, Hallfríður, Sævar, Páll Valur, Birgitta og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

19. Afgreiðslunefnd byggingarmála - 57 - 2202007F
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Birgitta, Hallfríður og Páll Valur.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135