Vordagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2022

  • Menningarfréttir
  • 23. febrúar 2022

Vorinu fylgir hækkandi sól, hlýnandi veður og grænna gras. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir almenning, fjölskyldur, skólahópa og börn í Kvikunni og Bókasafni Grindavíkur. Þá skipuleggja veitingastaðir og handverkshúsin reglulega áhugaverða viðburði.

VIKULEGIR VIÐBURÐIR 

MORGUNKAFFI Í KVIKUNNI
Alla miðvikudaga kl. 10:00
Eldri íbúum er boðið upp á kaffi í Kvikunni alla miðvikudagsmorgna kl. 10:00. Af og til mæta góðir gestir í heimsókn.

FIMMTUDAGSSMIÐJUR
Alla fimmtudaga kl. 14:30-16:30
Kvikan er opin börnum á grunnskólaldri sem geta unnið sjálfstætt að sinni listsköpun alla fimmtudaga kl. 14:30-16:30. Af og til kíkja góðir gestir í heimsókn.

UNGMENNAHÚS GRINDAVÍKUR
Öll fimmtudagskvöld kl. 20:00-22:00
Ungmennahús Grindavíkur verður opið öll fimmtudagskvöld í Þrumunni eða Kvikunni. Ungmennahúsið er samkomustaður fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára þar sem tækifæri gefast til að koma hugmyndum á framfæri og í framkvæmd.

FORELDRAMORGNAR
Alla föstudagsmorgna kl. 10:00 Kvikan er opin foreldrum ungra barna alla föstudagsmorgna kl. 10:00. Þar gefst tækifæri til að setjast niður og spjalla saman í notarlegu umhverfi. Nánari upplýsingar um dagskránna og einstaka viðburði er að finna á samfélagsmiðlum Grindavíkurbæjar og á grindavik.is.

DAGSKRÁ VORIÐ 2022 

ÖSKUDAGUR Á BÓKSAFNINU
2. mars
Starfsfólk bókasafnsins mætir í búningum til vinnu .

SÖGUSTUND FYRIR BÖRN OG BANGSA
2. mars kl. 16:15
Sigríður Etna Marínósdóttir les eigin sögu fyrir börn og bangsana þeirra í Kvikunni. Öll börn og bangsar eru hjartanlega velkomin.
Viðburður á Facebook

SMIÐJUDAGUR Í KVIKUNNI
3. og 4. mars kl. 10:00-12:00
Á smiðjudögum verður Kvikan opin börnum á grunnskólaaldri sem geta unnið sjálfstætt að sinni listsköpun. Ekki verður boðið upp á gæslu. Fylgstu með á grindavik.is.
Viðburður á Facebook

HVAR ER VALLI?
4.-8. mars
Valli og vinir hans verða á ferli á bókasafninu 4.-8. mars. Þátttakendur leita að Valla og fá lítil páskaegg að launum ef þeim tekst að finna hann.

FISKIHLAÐBORÐ FYRIR 60+
5. mars kl. 17:00
Öllum Grindvíkingum, 60 ára og eldri, er boðið á fiskihlaðborð í golfskálanum. Þátttaka ókeypis. Skráning í Kvikunni.

BÓKAVERÐLAUN BARNANNA
7.-11. mars
Árlega tilnefna börn á aldrinum 6-15 ára bestu barnabækur ársins. Tilnefningarnar fara fram á heimasíðu Borgarbókasafnsins og í grunnskólum og bókasöfnum um land allt. Veitt eru verðlaun fyrir eina frumsamda bók og aðra þýdda. Verðlaunin eru veitt ár hvert á sumardaginn fyrsta.

RATLEIKUR FYRIR FJÖLSKYLDUNA
7.-12. mars
Félagsmiðstöðin Þruman og Kvikan bjóða fjölskyldum að skella sér í léttan ratleik. Leikurinn er tilvalið uppbrot frá hversdagsleikanum og tækifæri til að njóta öðruvísi útivistar.

MORGUNVERÐARFUNDUR UM ÁRANGURSRÍKT MARKAÐSSTARF
9. mars kl. 8:30-10:00
Gunnar Thorberg Sigurðsson frá Kapli markaðsráðgjöf fer yfir helstu aðalatriði faglegs markaðsstarfs og stýrir umræðum um samstarf ólíkra aðila í markaðsmálum í Kvikunni.
Viðburður á Facebook

KÚTMAGAKVÖLD
11. mars
Hið árlega kútmagakvöld Lionsklúbbs Grindavíkur fer fram í íþróttahúsinu. Kútmagakvöldið er þekkt fyrir góðan mat og vandaða dagskrá og á því verður engin breyting í ár.

HVAÐ GERÐIST? HVAÐ NÆST?
16. mars kl. 20:00
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, flytur erindi um jarðhræringar í Fagradalsfjalli í tilefni þess að ár verður liðið frá því eldgos hófst í fjallinu. Auk þess að útskýra hvað gerðist veltir hann því upp hvað gæti gerst á næstu árum og áratugum.

ÁR FRÁ ELDGOSI
19. mars
Þann 19. mars minnumst við þess að ár verður liðið frá því eldgos hófst í Fagradalsfjalli og harðri skjálftahrinu lauk. Í Kvikunni verður boðið upp á hraun, gos, kakó og vöfflur í tilefni dagsins. Fyrirtæki eru hvött til að brjóta upp daginn og íbúar hvattir til að gera sér glaðan dag í Grindavík.

SÖNGSTUND FYRIR BÖRN
23. mars kl. 16:15
Söngstund fyrir börn í Kvikunni. Öll börn og foreldrar velkomin að syngja, dansa og skemmta sér.
Viðburður á Facebook

KRÓNIKA MEÐ ALLA
30. mars
Alli á Eyri segir grindvískar sögur. Alli er einstakur sagnamaður og rifjar upp sögur af fólki og viðburðum úr Grindavík eins og honum einum er lagið. Þá er aldrei að vita nema lagið verði tekið inn á milli sagna. Aðgangur ókeypis og boðið upp á kaffi.
Viðburður á Facebook

MENNINGARVERÐLAUN GRINDAVÍKUR
6. apríl
Menningarverðlaun Grindavíkur afhent í Kvikunni við hátíðlega athöfn. Verðlaunin eru veitt árlega sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og/eða menningar.

KRÓNIKA MEÐ ALLA
27. apríl
Alli á Eyri segir grindvískar sögur. Alli er einstakur sagnamaður og rifjar upp sögur af fólki og viðburðum úr Grindavík eins og honum einum er lagið. Þá er aldrei að vita nema lagið verði tekið inn á milli sagna. Aðgangur ókeypis og boðið upp á kaffi.
Viðburður á Facebook

HÖNNUNARMARS
4.-8. maí
VIGT mun taka þátt í Hönnunarmars 2022. Staðbundinn efnisviður, sá efnisviður sem íslensk náttúra gefur af sér, verður sýningarefni VIGT. VIGT mun gefa eldri hönnun nýtt gildi með staðbundnum efnisvið ásamt því að sýna nýja vöru með sömu gildum.

PÓLSKUR DAGUR
7. maí
Pólskir Grindvíkingar bjóða öllum Grindvíkingum til veislu í Kvikunni. Þar gefst tækifæri til að kynnast pólskri menningu, hittast, spjalla og kynnast.
Viðburður á Facebook

DR. BÆK
10. og 11 maí
Dr. Bæk mætir á Bókasafnið og ástandsskoðar reiðhjól Grindvíkinga. Hann fer m.a. yfir bremsur, gíra og skyldubúnað reiðhjólsins.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!