112. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, fimmtudaginn 16. september 2021 og hófst hann kl. 16:30.
Fundinn sátu:
Guðmundur Grétar Karlsson, formaður
Arna Björg Rúnarsdóttir, aðalmaður
Siggeir Fannar Ævarsson, aðalmaður
Jóhanna Sævarsdóttir, aðalmaður
Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri
Inga Þórðardóttir, skólastjóri
Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri
Laufey Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi kennara í leikskóla
Fundargerð ritaði: Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs
Dagskrá:
1. Tónlistarskóli - Staðan í upphafi skólaárs - 2109075
Inga Þórðardóttir greinir nefndinni frá stöðunni í upphafi skólaárs. Tveir nýir kennarar hafa verið ráðnir inn og er skólinn fullmannaður kennurum. Innskráðir eru nú 88 nemendur en stefnt er að því að taka inn 90 nemendur. Huga þarf að breytingum á forskóla frá og með næsta skólaári þegar 4. bekkur færist í Hópsskóla.
2. Tónlistarskóli - Áherslur í fjárhagsáætlun 2022 - 2109080
Inga Þórðardóttir skólastjóri tónlistarskóla gerir nefndinni grein fyrir helstu áherslum í fjárhagsáætlun næsta árs.
Skólastjóri leggur áherslu á að fá nauðsynlegu fjármagni úthlutað á lykil 2853 - Ýmis búnaður. Í því sambandi verði horft til þess fjármagns sem lá til grundvallar lyklinum árið 2010 uppreiknað á verðlagi ársins 2022.
Fræðslunefnd tekur undir sjónarmið skólastjóra um mikilvægi þess að viðhalda hljóðfærum, tækjum og búnaði skólans.
Þá verða lagðar til breytingar á gjaldskrá, annars vegar á þá leið að ekki yrði lengur miðað við hljóðfæraleigu á stærri og minni hljóðfæri heldur yrði horft til verðmæta hljóðfæra. Hins vegar að gert verði ráð fyrir því að hefja fjarnám frá og með næsta skólaári og að ráð verði gert fyrir því í gjaldskrá.
Að lokum mun skólastjóri ásamt öðrum forstöðumönnum innan Iðunnar óska eftir því að veitt verði fjármagn fyrir sérstökum tölvuumsjónarmanni í þágu þeirra stofnanna sem þar hafa starfsemi.
3. Leikskólinn Laut - Staðan við upphaf skólaárs - 2109076
Fríða Egilsdóttir leikskólastjóri gerir nefndinni grein fyrir stöðunni í upphafi skólaárs.
Skólastarfið fer vel af stað. Á þessu tímamarki eru 85 börn innrituð í skólann og því svigrúm er til að taka inn fleiri börn. Leikskólinn er fullmannaður starfsfólki og ekki hafa orðið breytingar á starfsmannahópnum frá fyrra skólaári.
4. Leikskólinn Laut - Starfsáætlun 2021 - 2022 - 2109078
Fríða Egilsdóttir skólastjóri Leikskólans Lautar leggur fram starfsáætlun skólans vegna yfirstandandi skólaárs þar sem áherslur í skólastarfinu eru raktar. Umsögn foreldraráðs skólans liggur frammi. Fræðslunefnd staðfestir starfsáætlunina.
5. Leikskólar - Áherslur í fjárhagsáætlun 2022 - 2109081
Skólastjóri Leikskólans Lautar leggur áherslu á að uppfæra þurfi ýmsan búnað, s.s. nemendastóla. Þá er lögð áhersla á að nauðsynlegu viðhaldi á skólahúsnæði og skólalóð verði sinnt, auk þess sem skólastjórar beggja skóla leggja áherslu á að haldið verði áfram að huga að bættu starfsumhverfi leikskólanna.
6. Leikskólinn Krókur - Staðan við upphaf skólaárs - 2109077
Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri gerir nefndinni grein fyrir stöðunni við upphaf skólaárs.
Skólastarfið fer vel af stað. Á þessu tímamarki eru 106 börn innrituð í skólann og verða fleiri börn tekin inn á næstu mánuðum. Leikskólinn er fullmannaður starfsfólki og óverulegar breytingar hafa orðið á starfsmannahópnum frá fyrra skólaári.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.