112. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 9. febrúar 2022 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Garðar Alfreðsson í gegnum fjarfundabúnað, aðalmaður, Þórunn Erlingsdóttir, aðalmaður, Alexander Veigar Þórarinsson, aðalmaður, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, formaður, Sigríður Etna Marinósdóttir í gegnum fjarfundabúnað, aðalmaður og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Fundargerð ritaði: Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Dagskrá:
1. Endurskoðun verklagsreglna vegna vals á íþróttafólki Grindavíkur - 2201065
Rætt um verklagsreglur vegna vals á íþróttafólki Grindavíkur.
Aðalstjórn UMFG leggur til að kjörið verði áfram leynilegt en niðurstaðan verði kynnt kjörnefnd á kjörfundi. Kjörnefnd hafi þá möguleika á að endurtaka kosninguna að því gefnu að 2/3 hluti fundarmanna samþykki það.
Nefndin samþykkir að gera ekki breytingar á verklagsreglunum.
2. Leiksvæði í Grindavík - 2108028
Uppfærð drög að skýrslu um framtíðarsýn fyrir leiksvæði í Grindavík lögð fram. Nefndin felur sviðsstjóra að óska eftir umsögn um skýrsluna frá hagaðilum.
3. Vinnuskóli Grindavíkurbæjar 2022 - 2202022
Drög að starfsáætlun Vinnuskóla Grindavíkurbæjar sumarið 2022 lögð fram. Nefndin samþykkir starfsáætlunina.
4. Samþykkt fyrir ungmennaráð - Endurskoðun 2022 - 2201026
Drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir ungmennaráð lögð fram. Nefndin samþykkir samþykktirnar fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.
5. Barnabókasafn - 2201086
Félag um barnabókasafn hefur leitað til Grindavíkurbæjar að hýsa Barnabókasafn, barnamenningarmiðstöð og fræðasetur um barnamenningu. Nefndin felur sviðsstjóra að afla frekari gagna.
6. Fundargerðir ungmennaráðs 2021 - 2102168
Fundargerðir 43. og 44. fundar ungmennaráðs lagðar fram.
7. Fundargerðir ungmennaráðs 2022 - 2202023
Fundargerð 45. fundar ungmennaráðs lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.