Auglýst eftir yfirflokkstjóra og flokkstjórum við Vinnuskóla Grindavíkurbæjar

  • Fréttir
  • 8. febrúar 2022

Grindavíkurbær auglýsir laus störf yfirflokkstjóra og flokkstjóra við Vinnuskóla Grindavíkurbæjar sumarið 2022. 

Yfirflokkstjóri stýrir verkefnum flokkstjóra í samvinnu við sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og umsjónarmanns opinna og grænna svæða, stjórnar starfi flokkstjóra, kennir þeim rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild og verkvit, er uppbyggilegur og góð fyrirmynd.

Flokkstjórar stjórna starfi vinnuskólahópa, kenna nemendum rétt vinnubrögð, vinna með liðsheild og verkvit, eru uppbyggilegir og góðar fyrirmyndir.

Megin hlutverk Vinnuskóla Grindavíkurbæjar er að veita nemendum úr efstu bekkjum grunnskóla uppbyggileg sumarstörf og fræðslu í öruggu starfsumhverfi.

Umsóknir skulu berast í gegnum nýjan umsóknarvef Grindavíkurbæjar eigi síðar en 22. febrúar nk. Þar er jafnframt að finna frekari upplýsingar um hæfniskröfur.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Eggert Sólberg Jónsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar gegnum netfangið eggert@grindavik.is.


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum