Rökkurró í febrúar

  • Grunnskólafréttir
  • 4. febrúar 2022

Togarinn Tómas Þorvaldsson var hluti af viðfangsefni 3.bekkinga sem lögðu sitt af mörkum til vetrarverkefnisins Rökkurróar sem skipulagt er af Grindavíkurbæ.
Nemendur komu færandi hendi í Kvikuna þar sem Eggert Sólberg Jónsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs tók á móti líkani af skipinu Tómasi Þorvaldssyni. Svo skemmtilega vildi til að skipið sjálft var nýkomið í land eins og sjá má á myndunum!
Höfðu krakkarnir búið til skrautlega fiska ásamt því að skapa skipið. Allur hópurinn í 3.bekk tók þátt í ferðinni sem var hluti af markvissri útikennslu. Veðrið skartaði sínu fegursta og líf og fjör í hópnum eins og vera ber!
Á heimasíðu Grindavíkurbæjar segir:
Í byrjun febrúar stefna Grindvíkingar að því að brjóta upp hversdaginn, njóta samveru með fjölskyldunni, upplifa umhverfi sitt með öðrum hætti og hvíla raftækin. Íbúar eru hvattir til að skipuleggja eða koma með tillögur að viðburðum í dagskrá sem nefnist Rökkurró í Grindavík. Þemað í ár er ljós og myrkur.


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. júní 2024

Ný könnun vegna stöđu húsnćđismála

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“

Fréttir / 16. maí 2024

Stađa sorphirđu í Grindavík

Fréttir / 7. maí 2024

Budowle bez zgody w Grindavíku