Fallegur snjór einkenndi gærdaginn og börnin í útikennslu í 3.bekk fengu að njóta þess að vera úti og leika sér að vild í snjónum. Þau notuðu tækifærið og mótuðu svakalega flotta engla í snjónum, unnu saman og bjuggu til snjókarla og nutu þess að vera til eða eins og einn kennarinn orðaði: „það var almenn hamingja hjá nemendum“!
Sú hefð hefur verið við lýði á yngsta stigi að fara markvisst út með nemendum þar sem þeir takast á við alls kyns verkefni og námleiki. Hafa kennarar endalaust hugmyndaflug og nemendur víla ekki fyrir sér að fara út í margskonar veður enda ekki til vont veður, bara lélegur klæðaburður!