Flytja í nýbygginguna viđ Hópsskóla

  • Grunnskólafréttir
  • 26. janúar 2022

Í dag fluttu 3.bekkingar úr eldri byggingu í Hópsskóla í þá nýju og verður þá mun rýmra um alla. Smám saman verða allar stofur teknar í notkun og en þar á meðal eru list-og verkgreinastofur, sérkennslurými og fundaraðstaða ásamt rými þar sem áætlað er að verði bókasafn. Fjöldi nemenda í skólanum hefur vaxið jafnt og þétt á síðastliðnum árum og því mjög gott að fá betri aðstöðu. Búast má við að allt verði klárt á næstu mánuðum en enn á eftir að setja inn ný húsgögn og klára frágang í einhverjum stofum.

Nemendur komu saman í gömlu stofunni sinni í morgun og gengu svo fylktu liði í nýju álmuna. Svo virtist sem nemendur væru afar ánægðir með aðstöðuna enda bjart og vítt til veggja. Eftirlitsaðilar nýbyggingarinnar voru einnig á svæðinu enda nauðsynlegt að tryggja að allt sé í góðu lagi og öryggi tryggt.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 17. maí 2024

Fréttabréfiđ Grindvíkingur

Fréttir / 16. maí 2024

Stađa sorphirđu í Grindavík