Á morgun, i miðvikudaginn 19. janúar verður Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur með erindi um rannsóknir á refum á vegum Náttúrustofu Suðvesturlands og Náttúrustofnunar Íslands. Rannsókninar byggja á samstarfi vísinda- og veiðimanna á Reykjanesi. Fundinum verður streymt á netinu og má nálgast hann á þessari slóð.
Erindið fjallar um rannsóknir á íslenskum refum, sem eru að stærstum hluta byggðar á langtíma samstarfi vísinda- og veiðimanna. Með því samstarfi hefur safnast talsvert mikið magn af markverðum gögnum og þekkingu sem varpað hafa ljósi á íslenska refastofninn og stöðu hans á heimsvísu. Sagt verður frá sérstöðu íslenska refsins og lifnaðarháttum hans, fæðuvistfræði og fleiru áhugaverðu.
Að lokum verða umræður um efnið ásamt umfjöllun um stöðu refaveiða og vöktunar á Reykjanesi.