Frístunda- og menningarnefnd óskar eftir umsóknum og/eða tilnefningum til menningarverðlauna Grindavíkurbæjar 2021.
Verðlaunin geta verið veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og/eða menningar. Hlutverk verðlaunanna er m.a. að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í sveitarfélaginu. Tilnefningunni skal fylgja rökstuðningur. Hægt er að senda inn tilnefningu með því að smella hér eða með því að senda póst á netfangið eggert@grindavik.is. Tilnefningar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 21. febrúar.
Eftirtaldir hafa fengið menningarverðlaun Grindavíkurbæjar:
2010 Saltfisksetur Íslands í Grindavík og Ómar Smári Ármannsson
2011 Aðalgeir og Kristinn Jóhannssynir
2012 Þorbjörn hf.
2013 Einar Lárusson
2014 Halldór Lárusson (bæjarlistamaður)
2015 Harpa Pálsdóttir
2016 Helga Kristjánsdóttir (bæjarlistamaður)
2017 Minja- og sögufélag Grindavíkur
2018 Anna Sigríður Sigurjónsdóttir (bæjarlistamaður)
2019 Halla María Svansdóttir
2020 Kristín E. Pálsdóttir
2021 Kristinsson og VIGT