Helga Guđrún á leiđ til Trikala í Grikklandi

  • Fréttir
  • 17. janúar 2022

Grindvíkingurinn Helga Guðrún Kristinsdóttir, sem nú er leikmaður Stjörnunnar, er að ganga til liðs við Trikala í Grikklandi. Þessu greini fótbolti.net frá í gær. 

Helga er 24 ára gömul og uppalin í Grindavík en hún samdi við Stjörnuna árið 2018. Hún hefur spilað sem vængbakvörður fyrir Stjörnuna og Grindavík en getur einnig leikið stöðu sóknarmanns.

Hún var á láni hjá Grindavík á síðasta tímabili og skoraði 3 mörk í 10 leikjum í Lengjudeildinni.

Helga er nú á leið til Grikklands og mun semja við Trikala í grísku úrvalsdeildinni.

Trikala er í 2. sæti grísku deildarinnar með 18 stig eftir átta leiki, sex stigum frá toppliði PAOK.

Við óskum Helgu Guðrúnu velfarnaðar í Grikklandi og um leið til hamingju með samninginn við Trikala. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir