Tímavélin: Bćrinn okkar hefur tekiđ stakkaskiptum til hins betra

  • Fréttir
  • 14. janúar 2022

Fyrir þó nokkrum árum kom reglulega út í Grindavík, bæjarblaðið Bæjarbót, sem Björn Birgisson hafði umsjón með. Blöðin eru nú flest komin inn á www.timarit.is og gaman að fletta blöðunum á netinu og sjá hvernig lífið og tilveran var í Grindavík hér á árum áður. Vefsíða bæjarins fer nú 34 ár aftur í tímann til ársins 1988 sem var líkt og síðasta ár, mikið framkvæmdaár í bænum. Eðvarð Júlíusson var á þeim tíma forseti bæjarstjórnar og rifjaði upp í árslok nokkur atriði á viðburðarríku framkævmdaári hjá Grindavíkurbæ: 

Gatnagerð og fegrun

Þegar þessi bæjarstjórnarmeirihluti, sem nú stjórnar hér í Grindavík, var myndaður var gatnagerð og fegrun bæjarins efst á blaði í framkvæmdaröð verkefna. 

Stórt átak hefur verið gert í þessum málum og öll höfum við séð hvernig bærinn okkar hefur tekið stakkaskiptum til hins betra. Ekki hvað síst í sumar þegar gangstéttar voru lagðar í mörg hverfi og túnþökur, tré og allskyns gróður settur niður á opnum svæðum. En getur má ef duga skal. Nú hefur "arkitekt" sem var falið af bæjarstjórn að gera tillögur að skipulagi á miðbænum, það er við krikjuna að bankanum, Festi og íþróttahúsinu, skilað sínum töllögum. Þetta eru mjög áhugaverðar tillögur og hvet ég alla til að kynna sér þær og skoða. En hvort sem þessar tillögur verða ofaná eða einhverjar aðrar, er ljóst, að mikið verk er þarna óunnið. 

Í sumar var opnað tjaldstæði við Austurveg og bætir það aðstöðu ferðamanna er hingað koma á eigin vegum. Að sögn þeirra sem um það sáu var það mikið notað og líkaði vel. 

Miklar hafnarbætur

Í sumar var hafist handa um uppbyggingu á viðlegukanti í höfninni. Þessi umræddi kantur var út timbri og byggður þegar haus í Vestmannaeyjum. Var hann orðinn gjörónýtur vegna fúa. Þarna er nú komin glæsileg bryggja, sem nýtast mun vel og athafnasvæðið við höfnina stóreykst með tilkomu þessarar nýju bryggju. 

Á sjómannadaginn var vígð og tekin í notkun flotbryggja fyrir smábáta. Hún samanstendur af tveimur timburflekum sem lagt er við múrningu út í höfninni og er í góðu skjóli. Bætir hún úr brýnni þörf smábátaeigenda og sýnist mér hún mikið notuð. 

"Kirkjukot," Festi og slökkvistöð

Gamla kirkjan (Kirkjukot) fær nýtt hlutverk, þar verður dagheimili fyrir börn. Hún er mjög vel staðsett til þessara nota og er sérlega rúmt í kringum hana. Efa ég ekki að börnunum á eftir að líða vel innan veggja þessa gamla guðshúss. Það var ákveðið að bjóða út rekstur dagheimilisins og þegar þetta er skrifað er komin ein umsókn um starfið. 

Slökkvistöð hefur verið í byggingu á árinu og er henni nú lokið, en ekki búið að taka hana formlega í notkun. Þetta er stórt og myndarlegt hús sem er teiknað með stækkunarmöguleika fyrir hendi. Er ætlunin að þar verði áhaldahús bæjarins ásamt fleiru. 

Í upphafi ársins voru einnig gerðar umtalsverðar endurbætur á félagsheimilinu Festi. Borð og stólar endurnýjaðir, málað, settar flísar og teppi á gólfin og ný gluggatjöld. Endurbæturnar hafa tekist vel á þessu glæsilega samkomuhúsi okkar, sem verið hefur prýði bæjarins um áraraðir. 

Ég hef stiklað á stóru um framkvæmdir bæjarins á árinu. Verkefnin eru óþrjótandi en oftast er það fjármagnið sem ræður þar ferðinni. En áfram skal haldið. 

Ég vil svo þakka bæjarstjóra og félögum mínum í bæjarstjórn samstarfið á árinu sem mér hefur fundist mjög gott. Óska ég þeim og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. 

Greinin eins og hún birtist í blaði Bæjarbótar í desember 1988

 

 


Deildu ţessari frétt