Ţorbjörn og Ţórkatla eru Suđurnesjamenn ársins 2021

  • Fréttir
  • 12. janúar 2022

Víkurfréttir hafa valið félaga í Björgunarsveitinni Þorbirni og Slysavarnardeildinni Þórkötlu í Grindavík Suðurnesjamenn ársins 2021 fyrir fórnfúst starf í Grindavík í aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli og fyrir þá vinnu sem fram fór meðan gaus. Fram kemur í nýjasta tölublaði Vikurfrétta að mikið hafi mætt á björgunarsveitarfólki í Grindavík allt síðasta ár og í raun lengur, því atburðarrásin hafi byrjað í lok janúar 2020 þegar land tók að rísa vestan við fjallið Þorbjörn, skammt frá byggðinni Grindavík. 

Á meðfylgjandi mynd sem prýðir forsíðu blaðsins má sjá Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur, formann Þórkötlu og Boga Adolfsson, formann Þorbjarnar  ásamt Otta Sigmarssyni formanni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og björgunarsveitarmanni í Þorbirni taka á móti blómvendi í kjölfar nafnbótarinnar Suðurnesjamenn ársins 2021. 

Við óskum Þórkötlu og Þorbirni innilega til hamingju með verðskuldaða nafnbót og um leið þakkir fyrir fórnfúst starf í gegnum árin og þegar álagið var sem mest á meðan eldgosinu stóð. 


Deildu ţessari frétt