Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi þann 30. nóvember 2021 að auglýsa tillögu á deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir deiliskipulag fiskeldisstöð á Húsatóftum í Grindavíkurbæjar.
Lóðinni sem deiliskipulagið nær til hefur verið stafrækt fiskeldisstöð um árabil sbr. aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032. Lóðin er á skilgreindu iðnaðarsvæði merkt i6 á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Á uppdrætti eru byggingarreitir skilgreindur. Núverandi byggingar eru innan byggingarreits. Nýir byggingarreitir eru skilgreindir fyrir mögulega stækkun á fiskeldi og uppbyggingu á tengdri starfsemi. Tillagan er lögð fram á uppdrætti ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu. Greinargerð og umhverfisskýrsla er á uppdrætti.
• Greinargerð og uppdráttur tillögu
Kynningargögn vegna ofangreindrar tillögu má finna hér að ofan ásamt því að tillagan er aðgengileg í afgreiðslu á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 (2. hæð) frá kl. 8.00 til 15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum og frá kl. 9.30 til 15.00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Tillagan er í auglýsingu frá og með 14. janúar 2022 til og með 25. febrúar 2022. Eru þeir sem hafa hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skal senda skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík eigi síðar en 25.febrúar 2022.