Árleg dósasöfnun KKD Grindavíkur fer fram á morgun

  • Fréttir
  • 7. janúar 2022

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur mun standa fyrir sinni árlegu dósasöfnun þann 8. janúar næstkomandi.

Við hvetjum alla bæjarbúa til að setja út dósapoka við ruslatunnur eða út við götur bæjarins þennan dag og styrkja þar með við meistaraflokka félagsins í körfubolta.

Leikmenn og stjórnarfólk deildarinnar verða á ferð og flugi um bæinn að safna dósum. Þessi fjáröflun hefur reynst deildinni afar dýrmæt á síðustu árum.

Deildin mun sjá um að flokka dósirnar í góðu samstarfi við HP Gáma sem lána deildinni aðstöðu sína til að telja og sortera dósirnar.

Áfram Grindavík!

Körfuknattleiksdeild UMFG


Deildu ţessari frétt