Eins og fram kom í desember mun Janus heilsuefling taka inn nýja þátttakendur nú í janúar. Til stóð að halda kynningarfund þann 10. janúar næstkomandi en vegna óvissu með covid verður að fresta kynningarfundinum um óákveðinn tíma. Ný tímasetning verður auglýst hér á vefsíðunni með fyrirvara um hvenær hægt verður að halda kynningarfundinn.
Fólk er hvatt til að lesa kynningarbæklinginn sem kom í hús í desember, skrá sig og hafa samband við Janus heilsueflingu eða Pálma Ingólfsson palmi@janusheilsuefling.is ef óskað er eftir frekari upplýsingum um verkefnið.