Grindvíkingurinn Árni Björn mađur ársins á Norđurlandi vestra

  • Fréttir
  • 6. janúar 2022

Grindvíkingurinn Árni Björn Björnsson sem nú er búsettur á Sauðárkróki er Maður ársins 2021 á Norðurlandi vestra að mati lesenda Feykis og Feykir.is. Árni Björn er eigandi veitingastaðarins Hard Wok Cafe á Aðalgötunni á Sauðárkróki, ásamt Ragnheiði Ástu Jóhannsdóttur konu sinni. Þegar Árni Björn bjó í Grindavík opnaði hann m.a. fyrstu ölstofuna, Hafurbjörninn árið 1989 og rak til fjölda ára ásamt því að bjóða upp á veitingar. 

Fram kemur á vef Feykis að bæði Árni Björn og kona hans Ragnheiður Ásta hafi verið dugleg að rétta fram hjálparhönd við ýmis málefni og styðja við það sem er að gerast í samfélaginu. „Til dæmis karfan, stuðningur við fjölskyldu Erlu og svo ótalmargt annað. Þau gera mjög mikið fyrir okkar samfélag og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd,“ segir í meðmælum þeirra er tilnefndu hann.

Við óskum Árna Birni innilega til hamingju með nafnbótina!


Deildu ţessari frétt