Mest lesnu fréttir ársins 2021

  • Fréttir
  • 4. janúar 2022

Eins og alltaf í ársbyrjun rifjum við upp hvaða fréttir voru þær mest lesnu á vef bæjarins. Árið 2021 var ekki síður viðburðarríkt en árið 2020. Til viðbótar við covid og jarðskjálfta bættist eitt stykki eldgos. Við byrjum niðurtalninguna með því að fara yfir fréttina sem lenti í 10. sæti og svo koll af kolli. Eins og gefur að skilja var mikið af upplýsingum um eldgos, gönguleiðir að gosi og öðru sem því tengdist mikið sótt. 

10. Góa gefur Grindvíkingum hraunpáskaegg

Fjölmargir hlupu aprílgabb Grindavíkurbæjar þegar Helgi í Góu ætlaði að færa þeim Grindvíkingum sem voru heimavið páskaegg í sárabót vegna mikilla jarðskjálfta. 

9. Þrívíddarkort af Fagradalsfjalli og gosstöðinni

ÍSOR unnu að því hörðum höndum að tengja jarðskjálftamæla á Reykjanesskaga í aðdraganda eldgossins í Geldingadölum. ÍSOR útbjó skemmtilegt þrívíddarkort af svæðinu í kringum Fagradalsfjall þar sem sjá mátti hvar gosið kom  upp og  nálæg svæði eins og Nátthaga, Borgarfjall og Langahrygg.

8. Ef gýs á Reykjanesi

3. mars 2021 þótti Almannavörnum ríkisins tilefni til að gefa út tilmæli til íbúa á svæðinu ef til goss kæmi. 

7. Svona er fyrirkomulag rútuferða og verð

Eftirsóttasti viðkomustaður Íslendinga yfir páskana voru Geldingadalir. Grindavíkurbær útbjó sérstakt leiðarkort fyrir rútur og stoppistöðvar meðan ekki var búið að útbúa bílastæði við upphaf gönguleiðarinnar.

6. Dagskrá í Grindavík í tilefni af sjómannadeginum 2021

Vegna samkomutakmarkana og heimsfaraldurs var dagskráin í tilefni af Sjómannadeginum lágstemmd og sniðin sérstaklega að ungu kynslóðinni. 

5. Lóðablöð klár fyrir Hlíðarhverfi

Nýtt hverfi var skipulagt á árinu og lóðirnar í Hlíðarhverfi urðu mjög eftirsóttar. 

4. Sjómannastofan Vör opnar aftur eftir endurbætur

Nýir rekstraraðilar tóku við Sjómannastofunni Vör og gerðu miklar endurbætur á húsnæðinu. 

3. Tilboð á gistingu fyrir íbúa Grindavíkur

Fjölmargir aðilar höfðu samband við Grindavíkurbæ eftir að það fréttist að íbúar væru illa sofnir vegna jarðhræringa og buðu tilboð á gistingu fjarri skjálftum.

2. Kort af gönguleiðum A og B og aðrar góðar upplýsingar

Upplýsingar um staðsetningu og lengd gönguleiðar A og B upp að eldgosi voru skiljanlega eftirsóttar. 

1. Skipulagðar rútuferðir frá Grindavík að gosgönguleiðinni

Orð eru svo sem óþörf hér. Upplýsingar sem alla vantaði þegar haldið var í eldgosaleiðangur til Grindavíkur. 

 


Deildu ţessari frétt