Öđruvísi ţrettándi í ár – Flugeldasýningu frestađ

  • Menningarfréttir
  • 4. janúar 2022

Áratugum saman hafa púkar farið á kreik á þrettándanum í Grindavík og bankað upp á í heimahúsum. Annað árið í röð hvetur Grindavíkurbær foreldrar og forráðamenn til að halda upp á þrettándann með börnum sínum með öðru sniði. Veiran getur auðveldlega smyglað sér á milli staða og einstaklinga enda snertifletir margir þegar gengið er milli húsa til að fá sælgæti.

Höldum áfram að vinna að því að halda smitum í lágmarki og komast á betri stað. Samstaða er besta sóttvarnaraðgerðin! 

Vegna slæmrar veðurspár hefur árlegri flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar verið frestað. Ný tímasetning verður auglýst síðar. 

Hugmyndir að öðruvísi þrettándagleði

  • Búningar: Nú er tíminn fyrir grímur! Þrátt fyrir að þrettándinn verði með öðru sniði í ár má klæða sig upp og gera sér glaðan dag í Grindavík.
  • Ratleikur: Hægt er að fara í ratleik eða fjársjóðsleit og láta krakka fá lista yfir hluti til að finna, t.d. jólasvein, skip, útikerti o.s.frv.
  • Nammi: Eftir göngutúrinn eða að leik loknum fara litlu púkarnir heim og fá sælgæti að launum. Tilvalið að hafa kósí kvöldmat. 
  • Deila: Hægt er að deila öðru en sælgæti, t.d. deila gleðinni með myndum og myndskeiðum á samfélagsmiðlum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir