Fundur 523

  • Bćjarstjórn
  • 22. desember 2021

523. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 21. desember 2021 og hófst hann kl. 16:00.
 

Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Ásrún Helga Kristinsdóttir,varamaður. Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, 1. varaforseti, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. Breyting á sveitarstjórnarlögum til að bregðast við neyðarástandi - 2003061
Til máls tók: Hjálmar.

Vegna fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt í fundum sveitarstjórna, nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga í gegnum fjarfundabúnað, þrátt fyrir að um annað sé getið í samþykktum þeirra. Heimildin gildir til 31. janúar 2022. AUGLÝSING um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, nr. 1273/2021, er lögð fram.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlengingu til 31. janúar 2022.

2. Breyting á barnaverndarlögum - Barnaverndarþjónusta - 2111020
Til máls tóku: Hjálmar og Páll Valur.

Lögð fram til staðfestingar samþykkt bæjarráðs á tillögu félagsmálanefndar um að hefja viðræður við sveitarfélögin á Suðurnesjum um samstarf um umdæmisráð barnaverndar. Jafnframt þá tillögu að sækja um undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda að baki barnaverndarþjónustu á grundvelli fagþekkingar.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

3. Kosning í nefndir samkvæmt B-lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar - 2103094
Til máls tók: Hjálmar.

Fyrir liggur að kjósa nýjan aðalmann í almannavarnanefnd Grindavíkur. Tillaga er um að Einar Sveinn Jónsson verði aðalmaður í nefndinni í stað Ásmundar Jónssonar.

Samþykkt samhljóða.

4. Spóahlíð 1 - umsókn um lóð - 2112142
Til máls tók: Hjálmar.

Lóð úthlutuð til A1 húsa ehf. Fyrirvari var settur á lóðarúthlutun um að umsækjandi uppfylli skilyrði reglna Grindavíkurbæjar um lóðarúthlutanir. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. A1 hús ehf. uppfylla ekki skilyrði fyrir lóðarveitingu sem koma fram í gr. 3.2.2 í reglum Grindavíkurbæjar um lóðaúthlutun fyrir fjölbýlishúsalóðir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni ekki til A1 húsa ehf.

5. Spóahlíð 3 - Umsókn um lóð - 2112396
Til máls tók: Hjálmar.

Lóð úthlutuð til Braga Guðmundssonar ehf. Fyrirvari var settur á lóðarúthlutun um að umsækjandi uppfylli skilyrði reglna Grindavíkurbæjar um lóðarúthlutanir. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. Bragi Guðmundsson ehf. uppfyllir skilyrði fyrir lóðarveitingu sem koma fram í reglum Grindavíkurbæjar um lóðaúthlutun fyrir fjölbýlishúsalóðir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Spóahlíð 3 til Braga Guðmundssonar. ehf.

6. Spóahlíð 5 - Umsókn um lóð - 2112404
Til máls tók: Hjálmar.

Lóð úthlutuð til Grindarinnar ehf. Fyrirvari var settur á lóðarúthlutun um að umsækjandi uppfylli skilyrði reglna Grindavíkurbæjar um lóðarúthlutanir. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. Grindin ehf. uppfyllir skilyrði fyrir lóðarveitingu sem koma fram í reglum Grindavíkurbæjar um lóðaúthlutun fyrir fjölbýlishúsalóðir.

Bæjarstjórn samykkir samhljóða að úthluta lóðinni Spóahlíð 5 til Grindarinnar ehf.

7. Spóahlíð 9 - Umsókn um lóð - 2112020
Til máls tók: Hjálmar.

Lóð úthlutuð til Grindarinnar ehf. Fyrirvari var settur á lóðarúthlutun um að umsækjandi uppfylli skilyrði reglna Grindavíkurbæjar um lóðarúthlutanir. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. Grindin ehf. uppfyllir skilyrði fyrir lóðarveitingu sem koma fram í reglum Grindavíkurbæjar um lóðaúthlutun fyrir fjölbýlishúsalóðir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni Spóahlíð 9 til Grindarinnar ehf.

8. Hlíðarhverfi - Úthlutun lóða 1. áfangi - 2112428
Til máls tók: Hjálmar.

Fundur afgreiðslunefndar byggingarmála fór fram 16. desember, þar sem einbýlis-, parhúsa- og raðhúsalóðum var úthlutað. Fjölbýlishúsalóðum var úthlutað á fundi skipulagsnefndar þann 16. desember. Minnisblað byggingarfulltrúa um niðurstöðu úthlutunar einbýlis-, par- og raðhúsalóðum lagt fram til kynningar. Alls bárust sveitarfélaginu 422 umsóknir í lóðir í fyrsta áfanga Hlíðarhverfis.

9. Umsókn um byggingarleyfi - Staðarhraun 19 - 2110099
Til máls tók: Hjálmar.

Grenndarkynningu á byggingarleyfisumsókn frá Kristjáni Þór Ásmundssyni vegna stækkunar á bílskúr við Staðarhraun 19 er lokið án athugasemda. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti á fundi þann 16. desember 2021. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulaganefndar.

10. Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðisins við Eyjabakka - 2110069
Til máls tók: Hjálmar.

Tillaga að breyttu deiliskipulag við Eyjabakka lögð fram. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna á fundi nr. 93 þann 16. desember 2021 með eftirfarandi breytingum: - Skilmálar verði settir um frágang, afskermun og ásýnd á geymslusvæði á landfyllingu við Eyjabakka. - Byggingarreitir við Bakkalág 17 og Hólmasund 1 nái saman. - Byggingarreitir verði settir um spennistöðvar. - Lóðanúmer sett á nýjar lóðir.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að senda tillögu að breyttu deiliskipulagi við Eyjabakka í auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102009
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Birgitta, Guðmundur, Helga Dís, Páll Valur, bæjarstjóri og Hallfríður.

Fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. nóvember 2021 er lögð fram til kynningar.

12. Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102009
Til máls tóku: Hjálmar, Páll Valur, Helga Dís og Hallfríður.

Fundargerð 904. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. desember 2021 er lögð fram til kynningar.

13. Bæjarráð Grindavíkur - 1600 - 2112007F
Til máls tóku: Hjálmar, Hallfríður, bæjarstjóri, Guðmundur, Páll Valur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Helga Dís, Birgitta og Ásrún.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14. Skipulagsnefnd - 93 - 2112009F
Til máls tóku: Hjálmar, Páll Valur, Guðmundur, Helga Dís, Hallfríður, Birgitta og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15. Fræðslunefnd - 115 - 2111020F
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Guðmundur, Birgitta, Helga Dís, bæjarstjóri, Hallfríður og Páll Valur.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16. Frístunda- og menningarnefnd - 110 - 2112001F
Til máls tóku: Hjálmar, Helga Dís, Birgitta, Hallfríður og Páll Valur.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

17. Umhverfis- og ferðamálanefnd - 56 - 2112003F
Til máls tóku: Hjálmar, Hallfríður, Guðmundur, bæjarstjóri, Birgitta, Ásrún og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642

Skipulagsnefnd / 3. maí 2023

Fundur 119

Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023

Fundur 125

Frćđslunefnd / 17. apríl 2023

Fundur 130

Afgreiđslunefnd byggingamála / 19. apríl 2023

Fundur 71

Bćjarstjórn / 25. apríl 2023

Fundur 540

Bćjarráđ / 18. apríl 2023

Fundur 1641

Skipulagsnefnd / 3. apríl 2023

Fundur 118

Frćđslunefnd / 2. mars 2023

Fundur 129

Bćjarráđ / 4. apríl 2023

Fundur 1640

Bćjarstjórn / 29. mars 2023

Fundur 539

Bćjarráđ / 22. mars 2023

Fundur 1639

Skipulagsnefnd / 22. mars 2023

Fundur 117

Bćjarráđ / 22. mars 2023

Fundur 1638

Frístunda- og menningarnefnd / 9. mars 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 8. mars 2023

Fundur 1637

Bćjarstjórn / 1. mars 2023

Fundur 538

Frćđslunefnd / 27. febrúar 2023

Fundur 128

Bćjarráđ / 23. febrúar 2023

Fundur 1636

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2023

Fundur 115

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. febrúar 2023

Fundur 70

Bćjarráđ / 15. febrúar 2023

Fundur 1635

Skipulagsnefnd / 10. febrúar 2023

Fundur 114

Bćjarráđ / 8. febrúar 2023

Fundur 1634

Frístunda- og menningarnefnd / 2. febrúar 2023

Fundur 123

Bćjarstjórn / 1. febrúar 2023

Fundur 537

Nýjustu fréttir

Nýtt líf í Kvikunni

  • Fréttir
  • 30. maí 2023

Laus kennarastađa á miđstigi

  • Fréttir
  • 30. maí 2023

Ţér er bođiđ í mat

  • Fréttir
  • 30. maí 2023

Skráning í götuboltamótiđ hafin

  • Fréttir
  • 26. maí 2023

Byrjađ ađ dreifa nýjum tunnum

  • Fréttir
  • 26. maí 2023