8-liđa úrslitum spurningakeppni unglingastigs lokiđ

  • Grunnskólafréttir
  • 13. desember 2021

Ljóst er hvaða bekkir munu mætast í undanúrslitum spurningakeppni unglingastigsins en 8-liða úrslitin hafa farið fram síðustu daga. Mikil spenna hefur einkennt viðureignirnar til þessa og enginn vafi á að þannig verður það áfram.

7.Á og 7.B riðu á vaðið og mættust í undankeppni um sæti í 8-liða úrslitum. Viðureignin var afar spennandi og fór svo að lokum að 7.B hafði sigur en úrslitin réðust í síðustu spurningu.2

Viðureign 8.A og 8.Þ í 8-liða úrslitum var sömuleiðis æsispennandi. 8.Þ leiddi lengst af en þegar komið var að síðustu spurningu keppninnar voru liðin hnífjöfn. 8.Þ átti svarréttinn og svaraði rétt og tryggði sér þar með sigurinn.

Næst var komið að viðureign 7.B og 8.R. Þar voru það krakkarnir í 8.R sem höfðu betur eftir spennandi viðureign. Í viðureign 10.P og 9.A voru það krakkarnir í 10.bekk sem fóru með sigur af hólmi og það var einnig upp á teningunum þegar 10.R og 9.E mættust.

Dregið var í undanúrslit þegar síðasta viðureign var á enda. Þau munu fara fram eftir áramótin sem og úrslitaleikurinn í kjölfarið. Í undanúrslitum mætast:

8.R gegn 10.P
10.R gegn 8.Þ

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá öllum keppnunum.


Það eru oft mikil tilþrif þegar leikurinn fer fram.


Þeir Hermann, Jóhann Grétar og Markús skipa lið 7.B


Sigtryggur, Sigurbjörg og Orri Sveinn stóðu sig vel sem fulltrúar 7.Á


Stemmningin í salnum er alltaf góð.


Rannveig spyrill, Valdís dómari og Hrafnhildur stigavörður hafa haldið utan um keppnina af stakri prýði.


Sölvi, Ívar Atli og Sandra voru fulltrúar 8.A sem mætti 8.Þ í æsispennandi viðureign.


Hér má sjá Reyni Sæberg sýna frábæra leikræna tilburði.


Andri Karl, Aníta og Eysteinn í 8.Þ eru komin í undanúrslitin.


Félagarnir Hermann, Jóhann Grétar og Markús mættir aftur til leiks.


Þessar mættu klárar í að styðja sitt lið.


Patrekur, Rakel og Helgi Hróar úr 8.R íbyggin á svip en þau eru komin í undanúrslitin.


Antonía, Snorri og Davíð voru fulltrúar 9.A


Selma, Steinunn og Elísabet höfðu betur í viðureign sinni gegn 9.A


Það nást oft mikilvæg stig í sarpinn í leiknum skemmtilega. Hér er Guðmunda að leika.


Stuðningsmenn liðanna láta ekki sitt eftir liggja.


Þeir Tómas Breki, Jón Eyjólfur og Einar


Ice, Gísli og Óliver voru fulltrúar 9.E


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík