Grindvíkingar eru hvattir til að kaupa aukagjafir fyrir jólin, merkja fyrir hvaða aldur þær henta og koma þeim fyrir undir fallega jólatrénu í Kvikunni, Hafnargötu 12a.
Tekið er við gjöfunum til 12. desember.
Þeim gjöfum sem skilað er óinnpökkuðum verður pakkað inn áður en þeim verður dreift. Félagasamtök innanbæjar munu sjá til þess að koma gjöfunum til fjölskyldna sem hafa minna milli handanna.
Þeir sem vilja þiggja gjafir geta haft samband við Elínborgu Gísladóttur, sóknarprest, í síma 696-3684 eða gegnum netfangið grindavikurkirkja@simnet.is.
Að verkefninu standa Grindavíkurbær, Grindavíkurkirkja, Kvenfélag Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur.