Í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tvær tillögur að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032.
Aðgengi og þjónusta vegna eldsumbrota við Fagradalsfjall og athafnarsvæði í Hraunsvík vegna landtöku sæstrengs. Breytt aðalskipulag.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi þann 28. september 2021 að auglýsa í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Í tillögunni eru skilgreindar framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í landi Hrauns og Ísólfsskála, til að bæta aðgengi að gosstöðvum í Geldingadölum og breytingu á landi Hraunsvíkur fyrir aðkomu sæstrengs og athafnasvæði fyrir aðstöðuhús og varaaflsstöð. Nánar um tillöguna er vísað til kynningargagna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Gögn tillögu:
• Greinagerð tillögu
• Uppdráttur tillögu
Nýtt hreinsivirki og frárennslislögn, göngu- og reiðhjólastígar og stækkun golfvallar í Grindavík. Breytt aðalskipulag.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi þann 26. október 2021 að auglýsa í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Í tillögunni er gert ráð fyrir hreinsvirki fyrir skólp á hafnarsvæðinu við Eyjabakka og frárennslislögn frá henni til suðurs á Hópsnesi og út í sjó. Þá er í tillögunni bætt við göngu- og reiðhjólastíg frá íbúðarsvæðum vestast í Grindavík inn á stíg með fram Nesvegi. Í tillögunni er jafnframt sett fram stækkun golfvallar við Húsatóftir í Grindavík. Nánar um tillöguna er vísað til kynningargagna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Gögn tillögu:
• Greinagerð tillögu
• Uppdráttur tillögu
Kynningargögn vegna ofangreindra tillagna má hér að ofan ásamt því að tillögurnar eru aðgengilega í afgreiðslu bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 (2.hæð) frá kl. 8:00 til 15:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og frá kl. 9:30 til 15:00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Eru þeir sem hafa hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir eða ábendingar skal senda skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík eigi síðar en 14.janúar 2022.
Atli Geir Júlíusson,
Skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar