522. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur verður haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 30. nóvember 2021 og hefst kl. 16:00. Fundurinn verður einnig í beinu streymi af YouTube rás Grindavíkurbæjar.
Dagskrá:
Almenn mál
1. 2111033 - Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2022
Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2022 er lögð fram til samþykktar.
2. 2107017 - Fasteignagjöld 2022
Álagningarreglur fasteignagjalda eru lagðar fram til samþykktar.
3. 2111036 - Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum - Tekjuviðmið 2022
Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum er lagður fram til samþykktar.
4. 2107043 - Fjárhagsáætlun 2022-2025 - Grindavíkurbær og stofnanir
Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana 2022-2025 er lögð fram til síðari umræðu.
5. 2111084 - Ákvörðun um útsvarshlutfall á árinu 2022
Staðfesta þarf útsvarshlutfall ársins 2021.
6. 2111078 - Þjónustugjaldskrá Grindavíkurhafnar 2022
Þjónustugjaldskrá Grindavíkurhafnar er lögð fram til samþykktar.
7. 2111087 - S.S.S. - Fjárhagsáætlun 2022
Heildarframlög Grindavíkurbæjar eru um 73,387 millj.kr. eða um 12,42% af kostnaði og er það í samræmi við íbúafjölda. Öll framlög hafa verið færð inn í tillögu að fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2022.
Samþykkja þarf fjárhagsáætlun SSS og annarra sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2022.
8. 2111039 - Hraunsvík - umsókn um byggingarleyfi
Tekin er fyrir byggingarleyfisumsókn frá Matorku vegna byggingar á stálgrindarhúsi yfir fiskeldisker á iðnaðarsvæðinu I6. Um er ræða nýtt hús fyrir fiskeldisker sem þegar eru komin niður. Byggingaráformin eru í samræmi við deiliskipulag fyrir I6.
Þau gögn sem fylgja byggingarleyfisumsókninni eru:
- Umsókn um byggingarleyfi
- Afstöðumynd og skráningartafla, dagsett 15. nóvember 2021.
- Grunnmynd, snið og útlit, dagsett 15. nóvember 2021
- Greinagerð hönnunar, dagsett í nóvember 2021.
Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin fyrir sitt leyti á fundi nr. 92 þann 22. nóvember 2021. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
Skipulagsnefnd vísaði erindinu til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.
9. 2111044 - Verbraut 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Tekin er fyrir byggingarleyfisumsókn frá HP fasteignum fyrir nýbyggingu við núverandi hús á lóðinni Verbraut 1B. Sótt var um byggingarleyfi fyrir þessari stækkun þann 16. apríl 2019 og byggingaráform samþykkt í skipulagsnefnd þann 20. maí 2019 en þau áform náðu ekki fram að ganga. Byggingaráformin eru í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
Um er að ræða stækkun á iðnaðar- og geymslusvæði við Verbraut 3. Byggt verður við austurenda núverandi byggingar sem liggur að lóðarmörkum Verbrautar 1 og Verbrautar 3. Byggingin verður á einni hæð, samtals 600,3 m2.
Þau gögn sem fylgja byggingarleyfisumsókninni eru:
- Umsókn um byggingarleyfi
- Aðaluppdrættir (afstöðumynd, grunnmynd, byggingarlýsing, skráningartafla, útlit og snið), dagsett 18. nóvember 2021.
- Burðarvirkisteikningar, dagsettar 18. nóvember 2021.
- Lagnateikningar, dagsettar 18. nóvember 2021.
- Greinagerð hönnunar, dagsett í nóvember 2021.
Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á sérskilmála fyrir lóðina í gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin fyrir sitt leyti á fundi nr. 92 þann 22. nóvember 2021. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
Skipulagsnefnd vísaði erindinu til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.
10. 2110071 - Deiliskipulag Húsatóftir eldisstöð (I6)
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi á Húsatóftum sem sett er fram á uppdrætti með greinagerð dagsett 11.11.2021. Lóðin er á skilgreindu iðnaðarsvæði, I6, á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 og er þar gert ráð fyrir starfsemi fiskeldis. Á lóðinni hefur verið starfrækt fiskeldisstöð um árabil. Fiskeldið á Húsatóftum er í eigu Matorku en landeigandi er Ríkissjóður Íslands. Langtímaleigusamningur er um lóðina á milli Ríkissjóðs og Matorku. Í næsta nágrenni, norðan við Nesveg, er Matorka með fiskeldi.
Á uppdrætti eru byggingareitir skilgreindir og eru núverandi byggingar innan byggingarreita. Nýir byggingarreitir eru skilgreindir fyrir bættum húsakosti og fiskeldiskerjum.
Erindið var tekið fyrir á 92. fundi skipulagsnefndar þann 22. nóvember 2021. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna og leita um hana umsagna.
11. 2111070 - Viðhald eignasjóðs - beiðni um viðauka
Viðaukabeiðni vegna viðhalds á eignum eignasjóðs lögð fram.
Óskað er eftir hækkun á viðhaldi fasteigna bæjarins um 8.500.000 kr. skv. meðfylgjandi greinargerð.
Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á verkefninu "Víkurbraut 62, Breytingar á 3. hæð" um 8.500.000 kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
Fundargerðir til kynningar
12. 2102009 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2021
Fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 29. október 2021 lögð fram.
13. 2111001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1596
14. 2111005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1597
15. 2111009F - Bæjarráð Grindavíkur - 1598
16. 2111014F - Bæjarráð Grindavíkur - 1599
17. 2111013F - Skipulagsnefnd - 92
18. 2110016F - Fræðslunefnd - 114
19. 2110018F - Frístunda- og menningarnefnd - 109
20. 2111017F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 479
26.11.2021
Fannar Jónasson, bæjarstjóri.