Upplýsingatćkni í 3.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 26. nóvember 2021

Upplýsingatækni er kennd í smiðju í 3.bekk.  Í hverjum kennslutíma er farið á 3 stöðvar.  Á einni stöðinni eru tölvur þar sem unnið er í fingrafimi. Með því er fingrasetning kennd og rætt um heimalykla. Í þessari  viku var einnig byrjað að vinna með wordforritið. Á annarri stöð er frjálst í spjaldtölvu. Þá finnst börnunum gaman að fara í ýmiss öpp sem þau hafa kynnst í skólanum. Það tengist t.d. Sprotabókunum í stærðfræði og ýmsum gagnvirkum æfingum á mms.is. Á  þriðju stöðinni  er Ipad hjá kennara. Kennt er á Book creator, puppet pals, garage band og imovie. Í  gær voru margir mjög spenntir fyrir að taka myndir fyrir imovie verkefnavinnuna sína. Á næsta þriðjudag klippa nemendur og hanna til og gera myndband og í síðasta tímanum fá allir að horfa á myndböndin hjá hverjum öðrum. Kennari barnanna hrósaði nemendum fyrir áhugann og góða virkni í tímum. Myndirnar tala sínu máli.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. júní 2025

Bundiđ slitlag lagt á Grindavíkurveg

Fréttir / 30. maí 2025

Sjómannadagsmessa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. maí 2025

Lokun gatna 31. maí og 1. júní

Fréttir / 22. maí 2025

Götuboltamót Stinningskalda 2025

Fréttir / 21. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 19. maí 2025

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG