Fundur 92

  • Skipulagsnefnd
  • 24. nóvember 2021

92. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 22. nóvember 2021 og hófst hann kl. 16:15.
Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Unnar Á. Magnússon, varamaður, 
Björgvin Björgvinsson, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.      Breyting á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar: Gossvæði og sæstrengur - 2109096
    Í kjölfar athugunar Skipulagsstofnunar eru lögð fram uppfærð gögn fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna aðgengis að gosstöðvum og athafnarsvæðis í Hraunsvík. 

Sviðsstjóra er falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
         
2.      Aðalskipulagsbreyting - Suðurstrandarvegur og leiðigarður norðan þéttbýlis - 2111068
    Sviðsstjóra falið að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 vegna nýrrar veglínu Suðurstrandarvegar og uppbyggingu á leiðnigörðum norðan þéttbýlis. 
         
3.      Deiliskipulagsbreyting í Laut - 2106115
    Tillögur að skipulagi lóðar í Laut lagðar fram. Skipulagsnefnd samþykkir tillögur 5-01 með breytingum. 

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
         
4.      Deiliskipulag Húsatóftir eldisstöð (I6) - 2110071
    Tekið er fyrir deiliskipulag fiskeldis á Húsatóftum sem sett er fram á uppdrætti með greinagerð dagsett 11.11.2021. Lóðin er á skilgreindu iðnaðarsvæði, i6, á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 og er þar gert ráð fyrir starfsemi fiskeldis. Á lóðinni hefur verið starfrækt fiskeldisstöð um árabil. Fiskeldið á Húsatóftum er í eigu Matorku en landeigandi er Ríkissjóður Íslands. Langtímaleigusamningur er um lóðina á milli Ríkissjóðs og Matorku. Í næsta nágrenni, norðan við Nesveg, er Matorka með fiskeldi. 

Á uppdrætti eru byggingareitir skilgreindir og eru núverandi byggingar innan byggingarreita. Nýjir byggingareitir eru skilgreindir fyrir bættum húsakosti og fiskeldiskerjum. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillöguna og leita umsagna.
         
5.      Deiliskipulag íþróttasvæðis - 2106087
    Tekið er fyrir frumdrög að breyttu deiliskipulagi við íþróttasvæði. Frumdrögin eru unnin að beiðni bæjarráðs sem fjallaði um málið á fundi þann 22.júní sl. 

Skipulagsnefnd samþykkir að sviðsstjóri fara í deiliskipulagsvinnuna. 
         
6.      Deiliskipulag við Þorbjörn - 2110060
    Teknar eru fyrir umsagnir við skipulagslýsingu vegna deiliskipulags við Þorbjörn. 

Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram. 
         
7.      Umsókn um byggingarleyfi - Staðarhraun 19 - 2110099
    Tekin er fyrir byggingarleyfisumsókn frá Kristjáni Þór Ásmundssyni vegna stækkunar á bílskúr við Staðarhraun 19. Lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði. Samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.9.12 skipulagsreglugerðar skal fara fram grenndarkynning á byggingaráformunum á ódeiliskipulögðum svæðum. 

Þau gögn sem fylgja byggingarleyfisumsókninni eru: 
- Umsókn um byggingarleyfi 
- Afstöðumynd og grunnmynd, dagsett 20. október 2021. 
- Útlitsmyndir, dagsett 20.október 2021 

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum við Staðarhraun 17,18,20,21 og 22 og Borgarhrauni 18,20 og 22. 

         
8.      Hraunsvík - umsókn um byggingarleyfi - 2111039
    Tekin er fyrir byggingarleyfisumsókn frá Matorku vegna byggingar á stálgrindarhúsi yfir fiskeldisker á iðnaðarsvæðinu i6. Um er ræða nýtt hús fyrir fiskeldisker sem þegar eru komin niður. Byggingaráformin eru í samræmi við deiliskipulag fyrir i6. 

Þau gögn sem fylgja byggingarleyfisumsókninni eru: 
- Umsókn um byggingarleyfi 
- Afstöðumynd og skráningartafla, dagsett 15. nóvember 2021. 
- Grunnmynd, snið og útlit, dagsett 15. nóvember 2021 
- Greinagerð hönnunar, dagsett í nóvember 2021. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 

Erindinu er vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. 

         
9.      Verbraut 1 - Umsókn um byggingarleyfi - 2111044
    Lilja Sigmarsdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins. 

Tekin er fyrir byggingarleyfisumsókn frá HP fasteignum fyrir nýbygginu við núverandi hús á lóðinni Verbraut 1B. Sótt var um byggingarleyfi fyrir þessari stækkun þann 16. apríl 2019 og byggingaráform samþykkt í skipulagsnefnd þann 20. maí 2019 en þau áform náðu ekki fram að ganga. Byggingaráformin eru í samræmi við deiliskipulag svæðisins. 

Um er að ræða stækkun á iðnaðar- og geymslusvæði við Verbraut 3. Byggt verður við austurenda núverandi byggingar sem liggur að lóðarmörkum Verbraut 1 og Verbraut 3. Byggingin verður á einni hæð, samtals 600,3 m2. 

Þau gögn sem fylgja byggingarleyfisumsókninni eru: 
- Umsókn um byggingarleyfi 
- Aðaluppdrættir ( afstöðumynd, grunnmynd, byggingarlýsing, skráningartafla, útlit og snið), dagsett 18. nóvember 2021. 
- Burðarrvirkisteikingar, dagsett 18. nóvember 2021. 
- Lagnateikningar, dagsett 18.nóvember 2021. 
- Greinagerð hönnunar, dagsett í nóvember 2021. 

Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á sérskilmála fyrir lóðina í gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 

Erindinu er vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. 

         
10.      Fæðilögn- umsókn um framkvæmdaleyfi - 2110026
    Tekin er fyrir framkvæmdarleyfisumsókn frá Matorku fyrir fæðilögn úr Baðstofugjá norð-vestan við fiskeldi á iðnaðarsvæðinu i6 vestan Grindavíkur. Fyrirliggur niðurstaða Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé ekki þess eðlis hún falli undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Þá er Matorka með lóðarleigusamning við landeiganda sem felur í sér heimild til vatnstöku út Baðstofugjá. 

Skipulagsnefnd heimilar sviðsstjóra í samræmi við 55. gr. bæjarmálasamþykktar, að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum öllum skilyrðum laga og reglna. 

         
11.      Fjárhagsáætlun 2022-2025 - skipulagsnefnd - 2111067
    Drög að fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar 2022-2025 lögð fram.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40.


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135