Fundur 1599

 • Bćjarráđ
 • 24. nóvember 2021

1599. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 23. nóvember 2021 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. Félagsaðstaða eldri borgara - hönnun og undirbúningur - 2102060
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, fulltrúi THG arkitekta og öldungaráð sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Hönnunargögn á félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð lögð fram.

2. Aðgengismál í Grindavíkurbæ - 2111072
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Ráðinn var sumarstarfsmaður á skipulags- og umhverfssvið til að skoða aðgengismál í fasteignum Grindavíkurbæjar og nokkrum útisvæðum. Gögn frá þessari vinnu lögð fram til kynningar. Í drögum að fjárhagsáætlun, fyrir síðari umræðu, fyrir árið 2022 eru 6 milljónir eyrnamerktar aðgengismálum. Þá eru önnur verkefni á fjárfestingaráætlun sem munu bæta aðgengi fyrir alla.

3. Viðhald eignasjóðs - beiðni um viðauka - 2111070
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Viðaukabeiðni vegna viðhalds á eignum eignasjóðs lögð fram. Óskað er eftir hækkun á viðhaldi fasteigna bæjarins um kr. 8.500.000 kr. skv. meðfylgjandi greinargerð. Lagt er til að viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á verkefninu "Víkurbraut 62, Breytingar á 3. hæð" um 8.500.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

4. Húsnæðisúrræði v. Víkurbraut 62, 3. hæð - 2106045
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Sigurður Óli vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa máls.

Bæjarráð samþykkir að taka á leigu viðbótarhúsnæði fyrir félags- og skólaþjónustu og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að uppfæra fjárhagsáætlun 2022 til samræmis.

5. Heimgreiðslur til foreldra 12 mánaða gamalla barna sem fá ekki daggæslu fyrir börn sín - 2111069
Bæjarráð óskar eftir frekari gögnum og frestar málinu til næsta fundar bæjarráðs.

6. Breyting á barnaverndarlögum - Barnaverndarþjónusta - 2111020
Lögð fram eftirfarandi tillaga frá félagsmálanefnd: Lagt er til að Grindavíkurbær hefji viðræður við sveitarfélögin á Suðurnesjum um samstarf um umdæmisráð barnaverndar. Jafnframt er lagt til að Grindavíkurbær sæki um undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda að baki barnaverndarþjónustu á grundvelli fagþekkingar.

Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að vinna málið áfram.

7. Gestastofa Reykjanes jarðvangs - 2111028
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Málið tekið upp að nýju í framhaldi af síðasta fundi bæjarráðs. Bæjarráð Grindavíkur leggur mikla áherslu á að komið verði á fót sýningu og fræðslusetri um náttúru og jarðfræði með áherslu á eldgosið í Fagradalsfjalli. Mikill fjöldi ferðamanna hefur komið á gosstöðvarnar og gert er ráð fyrir að svo verði áfram næstu árin jafnvel þótt eldvirkni verði ekki til staðar. Grindavíkurbær leggur fram aðstöðu í menningarhúsinu Kvikunni sem er sérstaklega hentugt og vel staðsett húsnæði til þessarar starfsemi. Í ljósi aðstæðna og þess aðdráttarafls sem gosstöðvarnar hafa fer bæjarráð Grindavíkur fram á að öllu því fjármagni sem ætlað er til gestastofa og sýninga á vegum Reykjanes Geopark til ársloka 2022 verði ráðstafað til uppbyggingar í Kvikunni.

8. Samningur mennta- og menningarmálaráðuneytis við Fisktækniskóla Íslands - 2111071
Lagður fram til kynningar samningur milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Fisktækniskóla Íslands sem undirritaður var 19. nóvember sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma af stað vinnu við að greina framtíðarmöguleika Kvikunnar til að styðja enn frekar við rekstur Fisktækniskólans og aðra starfsemi sem tengist nýsköpun og menningu.

9. Fjárhagsáætlun 2022-2025 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2107043
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana 2022-2025.

Bæjarráð vísar áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.

10. Fasteignagjöld 2022 - 2107017
Álagningarreglur fasteignagjalda 2022 lagðar fram.

Bæjarráð vísar reglunum til samþykktar í bæjarstjórn.

11. Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum - Tekjuviðmið 2022 - 2111036
Tekjuviðmið fyrir árið 2022 eru lögð fram.

Bæjarráð vísar tekjuviðmiðunum til bæjarstjórnar til samþykktar.

12. Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2022 - 2111033
Lögð fram þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2022. Bæjarráð vísar gjaldskránni til bæjarstjórnar til samþykktar.

13. Rekstraryfirlit janúar til september 2021 - 2111035
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar til september 2021.

14. Sveitarfélögin og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - 2106090
Tilnefna þarf þrjá fulltrúa í jafn marga verkefnahópa sem falið er að vinna að forgangsverkefnum Suðurnesjavettvangs.

Bæjarráð tilnefnir eftirfarandi:

Verkefnahópur 1 : Hringrásarhagkerfið/loftslagsmál: Atli Geir Júlíusson

Verkefnahópur 2 : Menntun á sviði sjálfbærni: Ásrún Helga Kristinsdóttir

Verkefnahópur 3 : Lýðheilsa: Eggert Sólberg Jónsson sem er þegar í sérstökum lýðheilsuhóp á Suðurnesjum og var það tillaga að sá hópur tæki við þessu verkefni en hefði með í ráðum fulltrúa frá Isavia og Kadeco

15. Yfirlýsing vegna nýsköpunarláns - 2111073
Borist hefur beiðni um stuðningsyfirlýsingu vegna framleiðslu á lífsalti.

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

16. Styrkbeiðni - Sjónarhóll - 2111074
Lögð fram styrkbeiðni frá Sjónarhóli - ráðgjafarmiðstöð ses.

Bæjarráð getur ekki orðið fyrir erindinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 1. desember 2022

Fundur 533

Bćjarráđ / 23. nóvember 2022

Fundur 1629

Skipulagsnefnd / 22. nóvember 2022

Fundur 109

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. nóvember 2022

Fundur 67

Bćjarráđ / 16. nóvember 2022

Fundur 1628

Bćjarráđ / 10. nóvember 2022

Fundur 1627

Skipulagsnefnd / 8. nóvember 2022

Fundur 108

Frístunda- og menningarnefnd / 3. nóvember 2022

Fundur 120

Bćjarráđ / 2. nóvember 2022

Fundur 1626

Frćđslunefnd / 27. október 2022

Fundur 124

Bćjarstjórn / 26. október 2022

Fundur 532

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. október 2022

Fundur 66

Bćjarráđ / 19. október 2022

Fundur 1625

Hafnarstjórn / 13. október 2022

Fundur 485

Bćjarráđ / 12. október 2022

Fundur 1624

Bćjarráđ / 11. október 2022

Fundur 1623

Skipulagsnefnd / 11. október 2022

Fundur 107

Skipulagsnefnd / 6. október 2022

Fundur 106

Frístunda- og menningarnefnd / 5. október 2022

Fundur 119

Bćjarstjórn / 3. október 2022

Fundur 531

Frćđslunefnd / 3. október 2022

Fundur 123

Bćjarráđ / 3. október 2022

Fundur 1622

Afgreiđslunefnd byggingamála / 30. september 2022

Fundur 65

Bćjarráđ / 14. september 2022

Fundur 1621

Hafnarstjórn / 13. september 2022

Fundur 484

Frćđslunefnd / 13. september 2022

Fundur 122

Frístunda- og menningarnefnd / 8. september 2022

Fundur 118

Bćjarráđ / 7. september 2022

Fundur1620

Skipulagsnefnd / 6. september 2022

Fundur 105

Frćđslunefnd / 5. september 2022

Fundur 121

Nýjustu fréttir

Gefđu aukagjafir um jólin

 • Fréttir
 • 29. nóvember 2022

LÓN í Grindavíkurkirkju

 • Fréttir
 • 29. nóvember 2022

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

 • Fréttir
 • 29. nóvember 2022

Bćjarmálafundur Miđflokksins

 • Fréttir
 • 25. nóvember 2022

Laust starf: Vallarstjóri

 • Fréttir
 • 25. nóvember 2022

Fjörugur föstudagur 2022 - Dagskrá

 • Fréttir
 • 15. nóvember 2022

Deiliskipulag viđ Ţorbjörn - auglýsing

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2022