D vítamín: Sólskin í skammdeginu

  • Fréttir
  • 18. nóvember 2021

Nú í skammdeginu er mikilvægt að muna eftir D vítamíninu . Flestir foreldrar við Grunnskóla Grindavíkur hafa væntanlega fengið árlegan póst frá skólahjúkrunarfræðingum þar sem minnt er á mikilvægi D vítamíns. Þar kemur fram hvatning til foreldra að huga að D vítamíninu sem gerir okkur öllum gott og styrkir ofnæmiskerfið okkar. Það er aldrei eins mikilvægt og núna fyrir okkur að huga að heilsunni. Við tökum undir mikilvægi þess og birtum því eftirfarandi upplýsingar. 

D vítamín er mikilvægt fyrir vöxt og þroska barna, ekki eingöngu til að bæta beinheilsu heldur einnig vegna áhrifa þess á aðra starfsemi líkamans t.d.
ónæmiskerfið.
 

Niðurstöður rannsókna á íslenskum börnum sýna að D vítamín gildi eru ekki fullnægjandi hjá stórum hluta þeirra. Því er mikilvægt að passa upp á D vítamínið alla daga.

Ráðlagður dagskammtur:

  • Börn undir 10 ára: 10 míkrógrömm (400 alþjóðaeiningar)
  • Börn eldri 10 ára og fullorðnir: 15 míkrógrömm (600 aþjóðaeiningar).

Ef tekið er lýsi þá samsvarar 5 ml (barnaskeið) af lýsi fyrir börn yngri en 10 ára og 8 ml (heimilismatskeið) fyrir eldri börn.

Foreldrum eða forráðamönnum er bent á að lesa utan á umbúðir og velja magn fæðubótarefnis miðað við ráðlagðan dagskammt.

Hvaðan fáum við D vitamín?

Dvítamín er í fáum fæðutegundum (helst í feitum fiski t.d. lax, bleikju, síld og makríl , eggjum og vítamínbættum vörum t.d. drykkjarmjólk)
því er ráðlagt að taka  D vítamín sem fæðubótarefni t.d. lýsi, lýsisperlur eða D vítamíntöflur. Einnig þó D vítamínríkra fæðutegunda sé neytt, sérstaklega yfir vetrartímann.


Deildu ţessari frétt