1.bekkingar fengu körfubolta ađ gjöf

  • Grunnskólafréttir
  • 1. nóvember 2021

Krakkarnir í 1.bekk fengu góða heimsókn á föstudaginn þegar leikmenn meistaraflokka Grindavíkur í körfuknattleik mættu færandi hendi í Hópsskóla.

Undanfarin ár hefur unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG afhent öllum nemendum í 1.bekk körfubolta að gjöf þegar þau hefja skólagöngu sína. Þau Ólafur Ólafsson, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir, Ivan Aurrecoechea og Edyta Falenczyk mættu í Hópsskóla með boltana og það voru glaðir nemendur sem tóku við þeim.

Heldur betur skemmtilegt framtak og við þökkum UMFG kærlega fyrir gjöfina til nemenda.


Deildu ţessari frétt