Sirkus Íslands býður Suðurnesjakonur og -menn ásamt gestum velkomna á bráðskemmtilega sirkussýningu fyrir alla fjölskylduna í Kvikunni sunnudaginn 17. október kl. 13:00!
Klassísk sirkussýning fyrir alla fjölskylduna. Grín, glens og frábær sirkusbrögð. Ósvikin skemmtun!
Boðið er upp á frímiða fyrir börn yngri en 4 ára og verða dýnur fremst fyrir börnin eða þau geta verið hjá forráðamanni. Hinsvegar ef óskað er eftir sæti fyrir þau þá er mælt með því að kaupa sérstakan miða.
Miðasala fer fram á tix.is
Fullorðnir: 3500 kr.
Börn: 3000 kr.